fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. desember 2025 20:00

Ambika

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ambika var lítil stúlka í SOS barnaþorpi á Indlandi bárust henni reglulega póstkort frá Íslandi – frá SOS foreldrinu Hafdísi. Póstkortin sýndu norðurljósin og kveiktu draum um Ísland sem lifði í hjarta hennar. Áratugum síðar ákvað Ambika að leita að Hafdísi sem fannst að lokum með aðstoð almennings á Íslandi. Í nýjasta tölublaði SOS barnaþorpanna segir Ambika frá leitinni að Hafdísi, hvernig var að alast upp í barnaþorpi og áskorunum sem styrktu hana fyrir fullorðinsárin.

Það var kald­ur des­em­bermorg­unn á Indlandi árið 1993 þeg­ar lít­il stúlka var vaf­in í hand­klæði og lögð í fang SOS-móð­ur sinn­ar í barna­þorpi nærri Nýju Delí. Hún hét Ambika og var rauð á hönd­um af kulda og ný­kom­in af sjúkra­húsi.

„Ég hef heyrt sög­una aft­ur og aft­ur frá SOS-systkin­um mín­um og móð­ur minni. Þetta er mín fyrsta minn­ing, þó að hún sé ekki mín eig­in. Það er sú mynd sem ég hef alltaf haft af upp­hafi lífs míns,“ seg­ir Ambika í viðtalinu, 32 árum síð­ar.

Ambika hugsar oft til Hafdísar og póstkortanna frá henni með mynd af norðurljósunum á Íslandi. Ambika stefnir nú á Íslandsferð til að hitta Hafdísi og sjá norðurljósin.

Ambika ólst upp í SOS barna­þorp­inu, þar sem hún lærði að líf­ið get­ur ver­ið fullt af hlýju, þrátt fyr­ir erfitt upp­haf. Hún var yngst á heim­il­inu og naut mik­ill­ar um­hyggju. „Ég hélt lengi að SOS móð­ir mín væri kyn­móð­ir mín. Ég fann aldrei fyr­ir nein­um mun. Við átt­um sam­an hlýtt og ást­ríkt sam­band. Einu skipt­in sem hún skamm­aði mig var þeg­ar ég sinnti lær­dómn­um ekki nógu vel,“ seg­ir Ambika og bros­ir.

Hún lít­ur upp til móð­ur sinn­ar og ber ómælda virð­ingu fyr­ir henni. „Hún var kenn­ari úr góðri fjöl­skyldu, en ákvað að helga líf sitt SOS til að hugsa um börn eins og mig. Hún er ástæð­an fyr­ir því að ég er sú sem ég er í dag. Ég elska hana af öllu hjarta.“

Dag­arn­ir í barna­þorp­inu voru hefð­bundn­ir: skóli, leik­ur, kvöld­mat­ur og stund­um smá rifr­ildi milli systkina. „Það var líf fullt af gleði,“ seg­ir hún. „Við átt­um leik­svæði, fal­lega garða og öll tæki­færi til að læra og þrosk­ast. Ég var um­kringd ást og um­hyggju.“

Hvar er pabbi minn?

En þeg­ar Ambika varð eldri fór hún að átta sig á því að líf henn­ar var öðru­vísi en hjá öðr­um börn­um. „Á for­eldra­dög­un­um í skól­an­um sá ég vini mína koma með bæði mömmu sinni og pabba. Ég byrj­aði að spyrja: „Hvar er pabbi minn? Ég skildi þá ekki að við í SOS barna­þorp­inu höfð­um bara mæð­ur. Ég skáld­aði jafn­vel upp föð­ur­nafn þeg­ar vin­ir spurðu – bara til að vera eins og hin börnin.“

Það var sárs­auka­fullt tíma­bil. „Ég fann stund­um til reiði og sorg­ar en það stóð stutt yfir. Ég hafði svo margt að vera þakk­lát fyr­ir. Þeg­ar ég fór í há­skóla og þurfti að sjá um mig sjálf, átt­aði ég mig á hversu mik­ið SOS hafði gef­ið mér – ör­yggi, mennt­un, fjöl­skyldu og ást. Mín gæfa var ekki sjálf­sögð. Ég er þakk­lát kyn­for­eldr­um mín­um, hvar sem þau eru í dag, fyr­ir að veita mér  þetta tæki­færi á betra lífi.“

Ambika er mikill dýravinur og tekur að sér flækingshunda og -ketti auk þess að hjálpa fleiri dýrum.

Erfitt að sjá sum börn koma í barnaþorpið

Það skipt­ir miklu máli hvernig tek­ið er á móti börn­um þeg­ar þau koma í barna­þorp­in. Ambika sá síð­ar með eig­in aug­um hversu slæm­um að­stæð­um sum börn­in höfðu ver­ið í áður en þau komust í ör­yggi barna­þorps­ins.

„Ég sá hversu erfitt líf sumra var á því augna­bliki. Sum voru al­var­lega vannærð, önn­ur með sár eða veik­indi. En ég sá líka hvernig hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og starfs­fólk SOS tóku á móti þeim – með hlýju, lækn­ingu og virð­ingu. Þau fengu ann­að tæki­færi í líf­inu. Ef ekki væri fyr­ir SOS, væri ég kannski bara lít­il stelpa á götu­horni að selja blöðr­ur. Í stað­inn fékk ég mennt­un, fjöl­skyldu og tæki­færi til að verða sú mann­eskja sem ég er í dag.“

Ambika eign­að­ist ekki bara systkini í barna­þorp­inu held­ur líka fram­tíð­ar­vini, inn­an þess og utan. „Þau hafa alltaf ver­ið til stað­ar fyr­ir mig og eru mín raun­veru­lega fjöl­skylda og sam­fé­lagsnet.“

Mamma ströngust þegar kom að náminu

Frá unga aldri var Ambika ákveð­in í að læra. Hún seg­ir að móð­ir henn­ar hafi ekki sætt sig við lé­leg próf. „Hún var strang­ari en kenn­ar­arn­ir! En í dag sé ég hvað það hef­ur gert fyr­ir mig.“ Ambiku dreymdi lengi um að verða vís­inda­mað­ur en rifjar hlæj­andi upp að það hafi ekki ver­ið raun­hæf­ur draum­ur.

„Svo komu eðl­is­fræð­in og efna­fræð­in og þá ákvað ég að breyta um stefnu,“ seg­ir Ambika sem lærði hjúkr­un og vann um stund sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur en fann sig að lok­um í öðru. Hún tók MBA-gráðu í mannauðs­stjórn­un og starfar nú hjá frönsku fyr­ir­tæki í Bangal­ore.

 „Ég er ánægð og þakk­lát fyr­ir hvar ég er í dag,“ seg­ir Ambika og bæt­ir við að eldri systkini henn­ar úr barna­þorp­inu hafi einnig náð mjög langt í líf­inu og séu hátt sett í virt­um fyr­ir­tækj­um.

Póstkortin frá Íslandi og leitin að Hafdísi

Á barns­aldri byrj­aði Ambika að fá póst­kort frá Ís­landi. Þau komu frá styrktar­for­eldri henn­ar, konu að nafni Haf­dís. „Ég var í sjö­unda eða átt­unda bekk þeg­ar ég byrj­aði að skrifa henni til baka,“ seg­ir Ambika. „Ráð­gjaf­arn­ir hjálp­uðu mér að skrifa á ensku. Ég man sér­stak­lega eft­ir póst­kort­un­um með mynd­um af norð­ur­ljós­un­um. Ég geymdi þau öll.“

Þeg­ar árin liðu hættu kort­in að ber­ast. Ambika flutti úr barna­þorp­inu, fór í há­skóla, gift­ist og líf­ið hélt áfram. En póst­kort­in héldu áfram að fylgja henni. „Einn dag­inn var ég að taka til og sýndi eig­in­manni mín­um póst­kort­in. Hann sagði: „Af hverju reyn­irðu ekki að finna hana?’“ Þau leit­uðu á sam­fé­lags­miðl­um, en án ár­ang­urs.

Ambika geymir ennþá öll póstkortin og myndirnar frá Hafdísi.

Loks höfðu þau sam­band við SOS Barna­þorp­in á Ís­landi með að­eins eitt nafn: Haf­dís. Þær upp­lýs­ing­ar dugðu ekki til að finna hina réttu Haf­dísi vegna hertra reglna um geymslu per­sónu­upp­lýs­inga um börn­in í barna­þorp­un­um. Nafn Ambiku var nefni­lega ekki leng­ur í tölvu­kerfi SOS á Ís­landi eft­ir öll þessi ár og því var ekki hægt að leita að styrktar­for­eldri henn­ar á Ís­landi út­ frá nafni Ambiku.

Starfs­fólk SOS á Ís­landi tók sig því til og birti færslu á Face­book í þeirri von að ein­hver myndi kann­ast við sög­una. Færsl­an fór á mik­ið flug, varð að fjöl­miðla­fári á Ís­landi og að lok­um var þjóð­in far­in að taka þátt í leit­inni að „Haf­dísi“.

Sjá einnig: Ambika er á leið til Íslands – Leitar að Hafdísi og langar að þakka henni fyrir stuðning

Dolfallin yfir samtakamætti Íslendinga

Ekki tók lang­an tíma þar til allt small sam­an. Haf­dís var ekki for­nafn­ið — held­ur milli­nafn. SOS-for­eldr­ið hét Guð­rún Haf­dís og í gögn­um SOS kom fram að sú kona hafði ein­mitt styrkt barn í þessu sama barna­þorpi.

„Þeg­ar ég heyrði það trúði ég því varla,“ seg­ir Ambika. „Að allt Ís­land skyldi hafa tek­ið þátt í leit­inni að Haf­dísi – mér fannst það ótrú­legt og dá­sam­legt og und­ir­strik­ar að fólk um all­an heim get­ur sam­ein­ast í góð­verki.“

Hafdís geymir enn allar myndirnar og bréfin sem hún fékk frá SOS barnaþorpinu á árum áður.

Tók Hafdísi langan tíma að meðtaka að Ambika væri að leita að sér

Haf­dís við­ur­kenn­ir að það hafi kom­ið sér úr jafn­vægi þeg­ar SOS Barna­þorp­in höfðu sam­band við hana í sum­ar til að láta hana vita að Ambika væri að leita að henni. „Það tók mig svo­lít­inn tíma að með­taka þetta, að hún væri raun­veru­lega að leita að mér núna. Mér þótti mjög vænt um það og ég er búin að með­taka það núna og fá ynd­is­leg­ar mynd­ir af henni.“

Leit­in að Haf­dísi bar ár­ang­ur á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní og Haf­dís fann vel fyr­ir at­hygl­inni. „Fólk var að stoppa mig úti í Kringlu og úti í búð. Þá bjóst fólk við að hún væri bara að koma til Ís­lands strax. Þá fannst mér svo­lít­ið erfitt að segja að hún kæmi ekki al­veg strax.“

Hjartalæknirinn spurði um Ambiku

Ambika var nefni­lega búin að skipu­leggja ferð til Ís­lands áður en Haf­dís fannst en þau hjón­in fengu ekki vega­bréfs­árit­un í tíma og ætla að reyna aft­ur næsta vor. „Það verð­ur ynd­is­legt að sjá hana,“ seg­ir Haf­dís sem finn­ur enn fyr­ir at­hygl­inni vegna máls­ins, tæpu hálfu ári síð­ar.

„Bara síð­ast í gær hjá hjarta­lækn­in­um mín­um. Hún hafði séð um­fjöll­un­ina í sum­ar og svo fór bara góð­ur tími af við­tal­inu í að tala um þetta, áður en hún fór að tala um heils­una mína,“ seg­ir Haf­dís hlæj­andi.

Sjá einnig: Hafdís er fundin! – „Hún er lítið á netinu og hafði hvorki séð Facebook færsluna né fréttir af leitinni að henni“

Ambika og Hafdís eru farnar að skrifast aftur á. Hér er Hafdís með mynd sem Ambika teiknaði fyrir hana og sendi henni í haust.

„Ég var alltaf að kíkja í póstkassann“

Ambika og Haf­dís hafa nú end­ur­vak­ið sam­band sitt eft­ir öll þessi ár og eru farn­ar að skrif­ast á aft­ur. Ambika hyggst heim­sækja Ís­land áður en norð­ur­ljós­in hætta að sjást næsta vor. „Mig hef­ur alltaf dreymt um að sjá norð­ur­ljós­in með eig­in aug­um. Það var fyrsta mynd­in sem ég sá frá Ís­landi – og von­andi get ég loks­ins séð þau í raun.“

Ambika er að sjálf­sögðu spennt fyr­ir því að hitta Haf­dísi eft­ir all­an þenn­an tíma. Hún handskrif­aði Haf­dísi bréf í haust og sendi henni mynd sem hún teikn­aði enda hef­ur Ambika alltaf ver­ið list­ræn og teikn­að fal­leg­ar mynd­ir. Haf­dís vissi að von væri á bréf­inu og eft­ir­vænt­ing­in var mik­il.

Ambika hyggst heimsækja Ísland áður en norðurljósin hætta að sjást næsta vor.

„Ég var alltaf að kíkja í póst­kass­ann. Ég bjóst við litlu bréfi en varð svo hissa þeg­ar ég sá hvað um­slag­ið var stórt. Mér finnst al­ger draum­ur að halda á bréfi sem er frá henni. Bréf­in frá árum áður voru oft­ast skrif­uð af mömmu henn­ar en svo hafði Ambika skrif­að smá­ræði og teikn­að litl­ar mynd­ir sem voru sett­ar með,“ seg­ir Haf­dís sem af heilsu­fars­ástæð­um get­ur ekki horft á tölvu­skjá og því ekki not­að In­ter­net­ið. Haf­dís kann því vel við að eiga í þess­um bréfa­skrift­um í dag á gamla mát­ann.

Skilaboð Ambiku til styrktaraðila SOS á Íslandi

„Heim­ur­inn er að breyt­ast,“ seg­ir Ambika að lok­um og bein­ir orð­um sín­um til Ís­lend­inga sem styrkja SOS Barna­þorp­in. „Traust er orð­ið sjald­gæfara. Ég veit að marg­ir velta fyr­ir sér hvort fram­lög þeirra skipti raun­veru­lega máli eða hvort þetta sé bara enn eitt svindlið. En ég er lif­andi sönn­un þess að þau skipta máli. Ég er hér í dag vegna þess að ein­hver, ein­hvers stað­ar í fjar­lægu landi, trúði á barn sem hann hafði aldrei hitt og það breytti öllu fyr­ir mig.“

Göm­ul spak­mæli standa upp úr sem stærsti lær­dóm­ur Ambiku á henn­ar stuttu lífs­leið. „Þeg­ar þú deyrð, get­urðu ekk­ert tek­ið með þér – ekki eign­ir, ekki pen­inga, ekki titla. Það eina sem lif­ir áfram er minn­ing­in um það hvernig þú snert­ir líf annarra. Það er sönn arf­leifð.“

Hafir þú áhuga á að verða SOS foreldri má finna allar upplýsingar á vef SOS-barnaþorpanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Í gær

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“