fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

„Ég heiti Kristín og samkvæmt BMI er ég í mikilli yfirþyngd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. desember 2025 11:30

Kristín Sif Björgvinsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan og íþróttakonan Kristín Sif Björgvinsdóttir, 42 ára, er í hörkuformi. Hún er ótrúlega sterk og öflug, en samkvæmt BMI-stuðlinum er hún í mikilli yfirþyngd.

Kristín greindi frá þessu í færslu á Instagram sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi að deila með lesendum.

„Hæ, ég heiti Kristín og samkvæmt BMI er ég OBESE eða í mikilli yfirþyngd. Ég fór í æðislega fínan skanna hjá hjartavernd um daginn til þess að fá þessar fínu upplýsingar að ég er á offitumörkum,“ segir hún og birtir myndband af sér á æfingu.

Smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

„Alla mín ævi hef ég verið sterk stelpa og þegar ég var yngri þá, sérstaklega á unglingsárum fann ég fyrir mikilli minnimáttarkennd vegna þess hvað ég var mössuð og alltaf töluvert þyngri en hinar stelpurnar, ég var líka geggjuð íþróttastelpa. Lengi vel fór þetta mjög á sálina mína og ég reyndi meira að segja mjög óheilbrigðar leiðir til að léttast og “vera eins og hinar” …sem pössuðu í gallabuxur en ég gerði það auðvitað ekki með mín mössuðu læri,“ segir Kristín einlæg.

„Í seinni tíð er ég mjög stolt af því að vera sterk, ekki bara líkamlega heldur líka andlega, þrautseig og öflug. Legg inn vinnuna sem getur verið ógeðslega erfitt á köflum en líka oftast bara æðislega skemmtilegt.“

Vigtin segir ekki alla söguna

Kristín hvetur fólk til að vera meðvitað um að vigtin segi alls ekki alla söguna.

„Þegar ég set inn færslur þar sem ég er að lyfta þungu eða gera erfitt þá fæ ég mörg skilaboð þar sem hrósar og gefur mér rafrænt “high five” sem er gaman. Í kjötheimum fæ ég líka allskonar komment um handleggina á mér og hvort það sé ekki komið fínt af lyftingum eða það væri nú skuggalegt að mæta mér í dimmu húsasundi (ég er aldrei í svona húsasundum),“ segir hún kímin.

„En það sem kannski mig langar að koma frá mér með þessu er BMI eða vigtin segja ekki alla söguna, bara alls ekki neitt. Ég get hlegið að þessari BMI útkomu núna en það er af því að ég veit hvað ég get, hvernig mér líður og að vigtin segir ekki alla söguna heldur er það ég sem skrifa mína sögu sjálf með því hvernig ég bregst við svona útkomu, athugasemdum frá öðrum eða hvernig ég horfi á sjálfa mig.“

Að lokum segir Kristín: „Ég elska að vera sterk, ég vinn áfram í því alla daga að verða ennþá sterkari og er mjög stolt af þessum styrk. Sterkar massaðar stelpur eru geggjaðar! Kveðja sterka stelpan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar