fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 11:30

Hildur Kristín Stefánsdóttir. Mynd/Juliette Rowland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir Spánarfrí í febrúar sem átti að endurnæra hana var tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir með stöðugan hausverk í fjóra daga – fyrstu viðvörunarmerkin um að það væri eitthvað að. Hún hafði séð fyrir sér að árið 2025 yðri hápunktur ferilsins, nýbúin að gefa út sína fyrstu sólóplötu og staðráðin í að gefa allt í sköpunina. En líkaminn hafði önnur áform. Í Fókus, viðtalsþætti DV, segir Hildur frá því hvernig hún lenti aftur í kulnun – í þriðja sinn – og hvernig þrátt fyrir að hafa reynt að hundsa merkin varð hún að lokum að stoppa. Hún ræðir einnig um ADHD, hvernig hugleiðsla breytti öllu, það sem hún hefur lært um taugakerfið og svo margt annað.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Textabrot úr þættinum má lesa hér að neðan.

„Árið byrjaði á því að ég gaf út plötu 1. janúar, sem er afmælisdagurinn minn og og ég var búin að sjá fyrir mér að árið yrði undirlagt af tónlist. Þetta var fyrsta sólóplata mín sem ég var búin að vinna að í langan tíma,“ segir Hildur og bætir við að það hafi farið mikil orka og púður í plötuna árið á undan og ætlaði hún að uppskera árið 2025.

„En bara strax í febrúar klessti ég á vegg og fór í kulnun í þriðja skiptið á ferlinum.“

Mynd/Juliette Rowland

Tónlistin hætti að gleðja hana

Hildur rifjar upp þegar hún fór í kulnun í fyrsta skiptið. „Tónlist hefur alltaf verið ástríðan mín og í fyrsta skipti sem þetta gerðist þá var ég búin að vera undir mjög miklu álagi í frekar langan tíma. Ég var búin að vinna sem sólólistakona í tvö ár, verandi minn eigin umboðsmaður og var að gera allt sjálf,“ segir hún.

„Allt í einu fór ég bara að finna fyrir að mér fannst tónlist ekki lengur skemmtileg.“ Þessi tilfinning kom flatt upp á Hildi sem hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir tónlist. „Mér finnst það svolítið lýsandi, ef að það sem gefur þér mesta gleði er ekki skemmtilegt lengur, þá er eitthvað að,“ segir hún.

Sagan endurtók sig árið 2023. „Ég var með ofboðslega mörg mismunandi verkefni og var undir miklu álagi, þetta snýst líka um að maður er ekki að setja nógu skýr mörk. Maður er bara að segja já við öllu,“ segir hún.

ADHD-lyfin hjálpuðu henni að keyra sig áfram og út. „Þau gefa manni svo mikinn fókus, maður gleymir að borða og hvíla sig,“ segir hún.

„Þannig að það sem var merkilegt núna, að þegar ég lenti í kulnun á þessu ári fékk ég skilaboð frá líkamanum mínum að ég gæti ekki verið á þessum lyfjum lengur.“

Hildur Kristín er gestur vikunnar í Fókus.

Hausverkur sem fór ekki

Hildur fór í vikufrí til Spánar og gleymdi lyfjunum. Eftir ferðalagið byrjaði hún á þeim aftur en fékk þá heiftarlegan hausverk sem fór ekki, dag og nótt.

„Ég var bara spennt að taka lyfin aftur og halda áfram, en þegar ég tók lyfin fékk ég bara strax svakalegan hausverk í fjóra daga og fjórar nætur, eins og ég væri í skrúfustykki.“

Um leið og hún hætti að taka aftur lyfin þá fór hausverkurinn. „Mér leið eins og líkaminn minn væri bara: „Heyrðu, hlustaðu núna á mig. Þú átt að slaka á, ekki taka þessi lyf og halda áfram að harka.““

Hildur ákvað að hlusta. „Því það er líka eitt sem ég er búin að vera að æfa mig í… líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað, öll einkenni sem við finnum og verkir og allt þetta, þetta er ekki bara tilviljunarkennt. En við erum svolítið góð í að taka bara pillur og halda áfram.“

Hildur ákvað að hlusta á líkamann.

Um leið og Hildur hætti á lyfjunum fór hausverkurinn, en planið var aldrei að hætta á þeim. „Mér fannst þau hafa bjargað lífi mínu á sínum tíma og gerðu það örugglega. Það sem er merkilegt er að það var ekki valið mitt að hætta á þeim, mig langaði ekki að hætta á þeim, en mér leið eins og það væri rétta skrefið.“

Við tók undarlegur tími þar sem Hildur fór í gegnum lyfjafráhvörf. „Ég sökk bara alveg ótrúlega djúpt niður. Ég missti áhugann á öllu, ekki bara tónlistinni. Mér fannst ekkert skemmtilegt, mér fannst ekkert þess virði að gera.“

Hildur reyndi að halda áfram. „Svo þegar maí gekk í garð var ég orðin hrædd,“ segir hún um ástandið. Hún ákvað þá að hlusta á ráð móður sinnar sem hún fékk fyrst að heyra tveimur áratugum áður, þegar hún var sautján ára gömul.

„Mamma hefur hugleitt á hverjum degi síðan ég man eftir mér,“ segir Hildur og hafði móðir hennar hvatt hana í mörg ár að gefa hugleiðslu tækifæri. „Þetta var svolítið langur aðdragandi en ég hafði samt auðvitað alveg prófað hana að einhverju leyti,“ segir hún, en þarna ákvað hún að láta reyna almennilega á það.

Hildur Kristín er gestur vikunnar í Fókus.

Hugleiðslan breytti öllu

Hildur segir að það fylgi hugleiðslu bara kostir og þetta sé eitthvað sem hver sem er getur gert og kostar ekki neitt. Þetta bókstaflega felst í því að sitja og gera ekkert. „Ég setti mér markmið að taka 20 mínútur á hverjum morgni í tvær vikur, og svo bara hætti ég aldrei. Ég er búin að vera núna í sjö mánuði í þessu.“

Hildur segir að henni líði eins og annarri manneskju í kjölfarið opnaði hún síðuna Anda inn (@anda.inn) á TikTok og Instagram þar sem hún deilir alls konar fróðleik, ráðum og öðru tengdu rólegra lífi og náttúrulegum leiðum til að líða betur.

Hildur ræðir nánar um þetta tímabil, hugleiðsluna og hvernig skal hugleiða fyrir byrjendur, taugakerfið og margt fleira í þættinum sem má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi á leið í áfengismeðferð – „Ég var að nota áfengi sem flóttaleið“

Simmi á leið í áfengismeðferð – „Ég var að nota áfengi sem flóttaleið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló