fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Telur að þetta hafi endanlega gert útaf við hjónaband Díönu og Karls

Fókus
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum aðstoðarmaður Díönu prinsessu telur að hjónaband hennar og Karls Bretaprins, sem nú er konungur, hafi ekki verið dauðadæmt þegar hún fór í frægt viðtal við Panorama hjá BBC árið 1995. Eftir viðtalið var þó öll von úti.

Aðstoðarmaðurinn, Patrick Jephson, segir í samtali við People að áður en viðtalið fór í loftið hafi enn verið mögulegt að hjónin næðu saman aftur, en þau höfðu verið skilin að borði og sæng frá árinu 1992.

„Eftir Panorama var of seint að snúa við fyrir Díönu og konungsfjölskylduna. En fyrir útsendinguna hefði ekki verið óvarlega áætlað að sættir væru mögulegar.“

Annað eins hafi nú gerst. Þau höfðu verið skilin að borði og sæng lengi en ekki gengið frá lögskilnaði. Mörg dæmi séu þess að fólk í þeirri stöðu hætti á endanum við að skilja.

Díana var svo að mati Jephson plötuð í viðtalið, en fram hefur komið að blaðamaðurinn á bak við það, Martin Bashir, sýndi prinsessunni fölsuð gögn til að sannfæra hana um að koma í viðtal. Meðal annars sýndi hann henni gögn sem bentu til þess að hún gæti engum treyst í starfsliði hallarinnar og að Karl hefði verið henni ótrúr, getið barn með viðhaldinu og sent ástkonuna í þungunarrof.

„Það sem Díana gerði með því að trúa Bashir – og ég efast um að hann átti sig á því hverju hann áorkaði – var að leika beint inn í hendur óvina sinna í herbúðum eiginmanns hennar og Camillu með því að sanna fyrir heiminum að hún væri ekki hentug eiginkona og því þyrfti að útiloka hana frá hirðinni. Ég veit að hún hafði margt til brunns að bera og hefði orðið mjög góð drottning.“

Jephson er líka sannfærður um að ef Díana hefði fengið að vita um blekkingar Bashir þá hefði hún aftur farið að treysta fólkinu í höllinni. Hún hefði þá þegið konunglega öryggisgæslu og hefði þá ekki látist í bílslysi á flótta undan blaðaljósmyndurum.

„Hún hefði haft öll þessi ár til að njóta sem móðir og synir hennar hefðu notið góðs af því. Og þjóðin hefði notið þess líka. Hún var hörkudugleg og samviskusöm prinsessa sem stóð sig vel í öllu sem hún gerði. Ég held að möguleikarnir á sættum [hennar og Karls] hafi verið hæpnir en þó ekki úr myndinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri