

Leikarinn, sem varð 45 ára í sumar, tilkynnti í desember 2018 að hann langaði að breyta millinafni sínu, Carson, í eitthvað annað
Ákvað hann að halda könnun á heimasíðu sinni, BunnyEars.com, þar sem aðdáendur hans voru beðnir um að kjósa á milli nokkurra nafna. Er skemmst frá því að segja að millinafnið Macauley Culkin varð hlutskarpast og heitir leikarinn því núna Macauley Macauley Culkin Culkin.
People greinir frá því að Culkin hafi komið fram á viðburði í Long Beach um helgina í tilefni af 35 ára frumsýningarafmæli Home Alone þar sem hann tilkynnti þetta. Fór hann yfir þá ákvörðun sína að hætta að nota millinafnið Carson.
Í atkvæðagreiðslunni árið 2018 gátu kjósendur valið á milli fimm nafna: Shark Week, TheMcRibIsBack, Publicity Stunt, Kieran og Macauley Culkin. Síðastnefnda nafnið hlaut flest atkvæði og þar sem Culkin er maður orða sinna breytti hann nafninu sínu.
Leikarinn hefur ekki fyrr en nú tjáð sig um nafnbreytinguna, en í viðburðinum um helgina sló hann á létta strengi og sagði: „Ef einhver kemur upp að mér á flugvelli og spyr hvort að ég sé Macaulay Culkin þá get ég sagt: Tja, Macaulay Culkin er reyndar millinafnið mitt.“