

Það er óhætt að segja að faðmlag þeirra á fundi samtakanna Turning Point hafi sett allt á hliðina. JD Vance var heiðurgestur.
„Enginn kemur í stað manns míns. En ég sé líkindi milli hans og JD, varaforsetans JD Vance. Það geri ég. Og þess vegna eru það forréttindi að fá að kynna hann hér í kvöld,“ sagði ekkjan þegar hún kynnti varaforsetann upp á svið sem faðmaði hana svo innilega að sér. Varaforsetinn setti hendurnar á mjaðmir ekkjunnar og hún virtist flétta fingrunum í hár hans. Nándin í faðmlaginu vakti mikið umtal. Ekki bætti svo úr skák að á sama kvöldi lýsti Vance því yfir að hann dreymdi um að eiginkona hans, Usha, hætti að vera hindúi og gerist kristin.
Sjá einnig: Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina
Erika Kirk ræddi um málið í viðtali hjá Megyn Kelly um helgina. Hún sagði að svona faðmi hún einfaldlega. Hún sagðist alltaf snerta bak þeirra sem hún knúsar og segir: „Guð blessi þig.“
Hún sagði einnig að snerting sé hennar „ástartungumál“ og að þeir sem hafa eitthvað á móti þessu faðmlagi hennar þurfi greinilega á því að halda.