

Hin breska Hannah Gane var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði að stunda líkamsrækt. Hún var þá að glíma við átröskun og var djúpt sokkin, en hún gafst aldrei upp.
Hún hefur í dag náð bata og er dugleg að birta myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá bataferlinu og muninn á sér þá og nú.
@ganergains Growing…#workinprogress #strongnotskinny #bodybuilding #recovery #mentalhealthmatters ♬ original sound – That Guy
Hannah þróaði með sér átröskun þegar hún var þrettán ára gömul. Þegar hún var sem veikust gat hún varla lyft höfði sínu og var lögð inn á sjúkrahús.


Hún var ákveðin að lenda aldrei í því aftur og byrjaði að stunda líkamsrækt. Og til að byggja vöðva þarf maður að borða og bæta á sig. Hún fékk ástríðu fyrir fitness og stundar nú líkamsrækt af kappi.
@ganergains Never give up. #workinprogress ♬ Emotional Piano for the Soul (Inspirational Background Music) – Fearless Motivation Instrumentals
En sumir dagar eru enn erfiðir og er hún enn að glíma við líkamlega kvilla. Hún hefur aldrei farið á blæðingar. „Ég er í dag 29 ára og hef ekki enn farið á blæðingar. Ég hef farið á ýmis lyf en ekkert virðist virka,“ sagði hún. Hún sagði þetta hræða hana því hana langi í börn einn daginn.
@ganergains Any advice would be amazing 🙏🏻 #workinprogress #strongnotskinny #recovery #womenshealth ♬ original sound – Hannah Gane