

Dóttir fjölmiðlamannsins Ríkharðar Óskars Guðnasonar (Rikki G) og konu hans, Valdísar Unnarsdóttur, kom í heiminn í morgun. Rikki G deilir gleðitíðindunum á Facebook.
„Þetta yndislega kraftaverk kom í heiminn 07:20 í morgun.
Móður og barni heilast afar vel og faðirinn ekkert nema meyr, stoltur og þakklátur. Daman aftur á móti gæti þurft klippingu áður en kemur að fyrsta baðinu, annað eins hár hefur sjaldan sést.“
Hjónin stóðu í störngu árum saman við að eignast annað barn, en fyrir eiga þau dóttur á tólfta ári.
Fókus óskar fjölskyldunni til hamingju með þessa hárprúðu viðbót.