

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún lagði mikið á sig en það var því miður ekki nóg. Hún hefur verið dugleg að deila ferlinu með aðdáendum og deildi myndbandi á Instagram frá síðustu tveimur vikunum fyrir prófið.
Þar má sjá hana brotna niður vegna álagsins.
„Ég er svo þreytt og alltaf þegar mér líður eins og ég sé komin með þetta, þá kemur eitthvað upp á,“ sagði hún grátandi. „Partur af mér vill stoppa, mér líður bara eins og heilinn muni springa.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan, smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
„Ég hef verið að læra stanslaust í fjóra mánuði, sleppt allri vinnu, tek engin vinnusímtöl og geri ekkert nema að læra og vera mamma,“ sagði hún.
Kim ætlar ekki að gefast upp og ætlar að halda áfram að læra og reyna aftur að ná prófinu.