fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu

Fókus
Laugardaginn 15. nóvember 2025 18:30

Paris Jackson hefur farið illa út úr eiturlyfjaneyslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Jackson, dóttir goðsagnarinnar Michael Jackson, hefur glímt við fíknisjúkdóm nánast frá barnsaldri en er blessunarlega á betri stað í dag. Svo djúpt sokkin var Paris, sem í dag er 27 ára gömul,  í neyslu á sínum tíma að hún er með gat í miðsnesinu, brjóskveggnum milli nasaholanna.

Á dögunum birtist viðtal við Paris sem dreift var á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún ræddi villt líferni sitt á árum áður og afleiðingar þess. Meðal annars sýndi hún aðdáendum áðurnefnda holu í brjóskveggnum sem hún segir vera afleiðingu af kókaínneyslu.

„Þegar ég anda eða tala þá heyrist létt gnauð út af gatinu,“ segir Paris.

Paris Jackson. Mynd/Getty Images

Hún hefur verið edrú í fimm ár núna en hún hefur ekki enn látið laga gatið vegna þess að hún óttast það að falla aftur í neyslu ef hún yrði sett á verkjalyf eftir aðgerðina.

Í lok viðtalsins hvatti hún svo alla áhorfendur til þess að forðast fíkniefni í lengstu lög en dró svo í land. „Það verða svo sem allir að lifa lífi sínu eins og þeir vilja. Ég ætla ekki að fara að messa yfir fólki hvernig það hagar lífi sínu. En eiturlyf eyðilögðu hins vegar líf mitt,“ segir Paris einlæg.

Hún var svo djúpt sokkin þegar verst lét að hún var byrjuð að sprauta sig með heróíni. „Ég var alveg rugluð á yngri árum. Ég var að glíma við mikið þunglyndi og kvíða og fékk litla sem enga hjálp,“ segir Paris.

Hún segist vera á mjög góðum stað í dag og nýtur lífsins með vinum og fjölskyldu. Í sumar lauk sambandi hennar og leikarans Justin Long og því er Paris einhleyp í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum