Gunnar er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Textabrot úr þættinum þar sem hann segir frá íslensku brottnámstilfelli má lesa hér að neðan, en þáttinn í heild sinni má nálgast á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
„Þetta er kona sem ég þekki persónulega, búin að þekkja lengi, sem er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur. Bara sinnir sínu starfi vel og er hefðbundin kona,“ segir hann og fer yfir söguna sem hún sagði honum:
„Á ákveðnum tíma í lífi sínu bjó hún ein með dóttur sinni í Álafossverksmiðjunni. Hún var í einhverju millibilsástandi milli íbúða. Kvöld eitt svæfði hún stelpuna í litlu barnarúmi og lokaði hurðinni á eftir sér, en þetta var svona hálfgerð glerhurð. Svo fór hún upp í rúm og ætlaði að fara að sofa.
Hún horfði í áttina að hurðinni og fór að líða eitthvað… Stelpan var sofnuð og hún lá þarna eitthvað andvaka. Og henni fór að líða eitthvað skringilega, fór fyrst að líða eins og það væri einhver annar í íbúðinni.
Henni fór að líða óþægilega […] Svo heyrði hún þrusk og fór að sjá að það væri einhver hinum megin við hurðina, eins og börn. Það var eins og það væru börn að ganga inn í stofuna, hinum megin við glerið. Og um leið og hún sá þetta, þá greip um hana einhvers konar tilfinningalegur doði og henni var einhvern veginn saman.
Svefnherbergishurðin var opnuð og inn komu sjö verur, þær gengu inn í herbergið í röð. Svona litlar gráar verur með stórhöfuð. Þær gengu að rúminu hennar, þrjár vinstra megin, þrjár hægra megin og svo stóð ein við fótgaflinn. Hún horfði á þær og var svo undrandi yfir því að hún væri ekki hrædd.
Hún var ekki spennt eða glöð, hún var ekki neitt. Hún fann bara fyrir tilfinningalegum doða og gat ekki hreyft sig. Hún var algjörlega lömuð og það síðasta sem hún man var að þær hölluðu sér yfir hana svona hægt og sögðu ekkert.
Svo datt hún út og það næsta sem hún man, það er minning sem hún vaknar með daginn eftir em er mjög stutt, en það er hún í lausu lofti og kolniðamyrkri. Alveg föst, eins og hún hafi verið krossfest fyrir ofan Álafossverksmiðjuna og það umlukti hana einhver hátíðniorka, hún var svo mikil að konan sá orkuna. Hún horfði niður á þakið á verksmiðjunni, sá Úlfarsfellið í fjarska og þegar hún leit í áttina að fossinum þá só hún risastóran disk með fullt af litlum gluggum eftir miðjum disknum allan hringinn.“
Gunnar segir að konan hafi ekki verið tilbúin að koma fram undir nafni og hann segir marga ekki tilbúna til þess. Hann segir að þau sem komi fram undir nafni séu oft komin á aldur og farið að vera sama um álit annarra.
Hann ræðir þetta nánar í þættinum og svo margt annað um geimverur, brottnámstilfelli og flygildi.Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
UFO101 er nýkomin í búðir. Hægt er að kynna sér nánar efnistök hennar á vef Bókatíðinda. Gunnar er einnig duglegur að skrifa áhugaverða og skemmtilega pistla á Facebook.