

Ein kona hóf umræðuna með færslu þar sem hún spurði: „Eru stelpur almennt sáttar við deitmenninguna á Íslandi?“
„Ég er bara forvitin… finnst öðrum konum og stelpum hér á landi þessi stefnumótamenning orðin svolítið tómt rugl? Eins og það sé endalaust „talking stage“, fólk sem vill bara sofa hjá, en ekki skuldbinda sig, og allir að verjast tilfinningum eins og það sé eitthvað hættulegt? Hvað varð um rómantík?
Ég veit ekki hvort aðrar séu bara að láta sig hafa það eða hvort þetta sé raunverulega það sem flestir vilja. Finnst eins og það sé orðið ómögulegt að kynnast einhverjum á eðlilegan hátt án þess að það verði einhver leikur eða ghosting.
Eruð þið sáttar við þetta? Eða finnst ykkur líka eins og tengingar séu orðnar yfirborðskenndar og fólk hrætt við raunverulega nánd?“

Hún var alls ekki sú eina sem fílar ekki ástandið í dag. „Algjör steypa, gafst upp á Tinder og Smitten. Mér er eiginlega orðið alveg sama, það sem gerist, gerist. Langt síðan ég gafst upp,“ sagði ein.
Ein sagði að það væri hægt að breyta þessu. „En stelpur ekki gleyma því að við getum lagað þetta ef við setjum smá standard þegar við hittum karlmenn í fyrsta sinn. Eins og að vera mjög harðar á að það sé ekki kynlíf í boði fyrr en eftir fyrstu deitin,“ sagði hún og hélt áfram:
„Ég fékk nóg af íslenskum karlmönnum fyrir löngu síðan hef aldrei þolað þetta: Hey, viltu koma með mér heim að ríða klukkan korter í að skemmtistaðnum er lokað.
Ég var orðin þannig að ef ég hitti gaur á djamminu þá gaf ég honum númerið mitt og sagði við hann að ef hann hefði en áhuga á morgun þá gæti hann hringt í mig. Guess what þeir hringdu aldrei.
Ég hef verið hamingjusamlega gift núna í 4 ár og hann er þessi sjúklega over protective sem vill ekki að ég lyfti litla fingri ber alla pokana inn opnar hurðina fyrir mér og bara síðast í gær var búinn að láta renna í baðið meðan ég var að svæfa börnin kveikja á kertum og sagði mér að fara nú og slaka á ég eigi það skilið eftir daginn.
Þetta er eitthvað sem íslenskir karlmenn þyrftu að læra. Já, og við fórum alveg á 4 deit áður en hann einu sinni kyssti mig fyrst.“

Önnur sagði frá furðulegu atviki þar sem karlmaður hlustaði á talskilaboð frá annarri konu á meðan hún lá nakin við hlið hans.
„Ég held í alvörunni að internetið sé svoldið búið að steikja allt, það er svo auðvelt að svæpa bara á næsta, eitthvað nýtt á hverri sekúntu og alltaf verið að leita að einhverju betra, er með mjög gott dæmi:
Ég vaknaði morguninn eftir að sofa hjá gæja við að hann var að hlusta a talskilaboð frá annarri stelpu sem hann er að tala við, Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM.
Þó við séum bara eitthvað að dúllast þá finnst mér þetta galin hegðun og mjög gott dæmi sem útskýrir hvernig ég upplifi deit menninguna.
Ég hef verið svoldið að láta mig hafa ástandið og viðurkenni það, svo margir eru opnir fyrir öllu nema long term. Ég skil ekki hvernig hægt er að loka á þann möguleika án þess að þekkja manneskju, til dæmis þó að ég sé að leita að long term þá eru ekki allir sem ég tala við potential í það, sumum langar mig kannski bara aðeins að dúllast með, ég get ekki ákveðið hvar ég vil hafa manneskju áður en ég kynnist henni.
Þetta er ótrúlega þreytt og ég er ekkert að sjá fram á að finna neinn á næstunni.“
Þær virtust flestar vera sammála að kynlíf sé efst í huga karlmanna og ekkert annað komist þar að.
„Nei glatað, þó mér hafi verið boðið á ágætis deit þá er það ekki nóg. Margir vilja fara beint heim með mann eftir fyrsta deitið. Eins og þeir þurfa að “prufukeyra bílinn” áður en hann er keyptur ef þú skilur mig. Finnst svo sorglegt hvað margir líta á hvað kynlíf er aðalatriðið. Þannig ég gefst upp. Líka þegar margir segja hann kemur þegar hann kemur.. “uu nei”. Maður er endalaust að hitta áfram hálfvitana sem hugsar bara með typpinu sem er óþolandi. Ég set standard að ég sé ekki að leitast eftir bólfélaga. En samt virðast þeir ekki skilja það og þeir reyna samt áfram að fá mann bara í rúmið. Svo íslensk deit menning sökkar og skánar ekkert með árunum… – ég er löngu hætt að deita,“ sagði ein og var alls ekki sú eina sem hefur gefist upp.
„Er án gríns hætt að deita,“ sagði ein og önnur tók undir: „Sammála þér, ég get ekki fundið mér kærasta.“