

Dóttir Guðbjargar Elísu, Kristey Dís Traustadóttir, greindist með æxli við heiladingul og hefur svo sannarlega staðið í ströngu undanfarna mánuði. Sem betur fer var æxlið góðkynja en var farið að þrýsta á sjóntaugar og valda gríðarlegum höfuðkvölum. Æxlið var fjarlægt þann 6. október en síðan þá hefur stúlkan verið sárkvalin af verkjum.
Guðbjörg Elísa er söngkona og sem slík gengur hún undir listamannsnafninu Gugga Lísa. Í myndbandi hér að neðan og öðru myndbandi í færslu undir fréttinni hljómar söngur Guggu Lísu en um er að ræða lög af nýúkominni plötu hennar, Komi ríki þitt.
@guggalisa 💔 Bæna- og neyðarákall fyrir dóttur minni og þjóðinni allri🙏🏼🇮🇸🙏🏼- öllum sem búa á Íslandi. Elsku hjartans eldri dóttir mín er búin að standa í ofur ströngu í marga mánuði núna, alveg fyrir og síðan það uppgötvaðist eftir geðrof að hún væri með æxli í heilanum — við heiladingul. Það var sem betur fer góðkynja, en var farið að þrýsta á sjóntaugar og valda gríðarlegum höfuðkvölum. Það var fjarlægt núna 6. október síðastliðinn og við hefur tekið kvalarfullur verkjarússibani sem virðist engan endi ætla að taka. Margir eru að biðja og ég og fjölskyldan hennar öll treystum Guði fyrir henni og öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem er alltaf að reyna að gera sitt besta. Guði er enginn hlutur um megn og hún er nú þegar gangandi kraftaverk. Hún hefur fengið góða þjónustu þegar hún hefur fengið hana en því miður hefur álagið á læknum og hjúkrunarfólki orðið til þess að oftar en ekki hefur elsku hjartað mitt lent í að þurfa að bíða tímunum saman eftir verkjastillingu, þó að hún hafi komið til þeirra með sjúkrabíl oftar en einu sinni. Kvalirnar eru það miklar að þær þola engan veginn ekki almenna bið. Mig langar til að gera stórt bæna- og neyðarákall — ekki aðeins fyrir dóttur minni heldur fyrir öllu öðru fólki sem er í slíkri neyð, ásamt öllu heilbrigðisstarfsfólki, heilbrigðiskerfinu eins og það leggur sig og ráðamönnum okkar ástkæra lands Íslands. Þetta er fyrir löngu komið gott! Það verður að bæta aðstöðuna, hlúa að starfsfólki, styrkja kerfið og gera störf innan heilbrigðiskerfisins aftur eftirsóknarverð – því eins og við vitum hafa margir af okkar bestu fagfólki neyðst til að leita betri tækifæra erlendis. Með vaxandi fólksfjölgun og sífellt meiri þörf fyrir heilbrigðisþjónustu verður einfaldlega að stíga fastari og skilvirkari skref. Við getum ekki lengur látið hlutina reka á reiðanum og vona að allt lagist af sjálfu sér. Við þurfum að forgangsraða fólkinu – lífinu – fram yfir kerfið. Það þarf að hlúa betur að læknum, hjúkrunarfræðingum og öllu heilbrigðisstarfsfólki sem bera þunga byrði dag eftir dag, oft á kostnað eigin heilsu og fjölskyldulífs. Það þarf að tryggja þeim mannsæmandi vinnuaðstæður, laun sem endurspegla ábyrgðina sem þau bera, og nægt mannafl til að sinna þeim sem eru í mestum þörfum. Ég kalla á þjóðina alla að sameinast í kærleika, ábyrgð og bæn — fyrir kerfinu okkar, fyrir sjúklingunum og þeim sem sinna þeim. Þetta er ekki bara mál einstakra fjölskyldna – þetta er mál okkar allra. Guð lækni dóttur mína og allt það fólk sem er svipuðum sporum og hún eða jafnvel ennþá verri sporum. Guð gefi ráðamönnum visku, samkennd og kjark til að gera það sem þarf. Guð blessi heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Guð lækni þjóðina – til líkama, sál og anda. Guð miskunni sig yfir þjóð okkar. Guð blessi Ísland. Í Jesú heilaga nafni, Amen❤️🙏🏼 #fyp #fyrirþig #íslenskt #prayer #theblessing
Gugga Lísa hrósar heilbrigðisstarfsfólki sem hún segir hafa staðið sig vel við umönnun dóttur hennar en vegna álags og undirmönnunar hefur stúlkan stundum þurft að bíða tímunum saman eftir verkjastillingu.
Gugga Lísa vill efna til bænaákalls af þessu tilefni, ekki aðeins fyrir dóttur hennar heldur fyrir allt annað fólk í neyð, sem og heilbrigðisstarfsfólk og ráðamenn landsins. Efla verði heilbrigðiskerfið og gera störf innan þess eftirsóknarverð. Við gefum Guggu Lísu orðið:
„Margir eru að biðja og ég og við fjölskyldan hennar öll treystum Guði fyrir henni og öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem er alltaf að reyna að gera sitt besta. Guði er enginn hlutur um megn, hann einn er sá sem læknar þegar uppi er staðið og hún er nú þegar orðin gangandi kraftaverk.
Hún hefur fengið góða þjónustu þegar hún hefur fengið hana en því miður hefur álagið á læknum og hjúkrunarfólki orðið til þess að oftar en ekki hefur elsku hjartað mitt lent í að þurfa að bíða tímunum saman eftir verkjastillingu, þó að hún hafi komið til þeirra með sjúkrabíl oftar en einu sinni.
Kvalirnar eru það miklar þegar þær herja á að þær þola engan veginn ekki almenna bið.
Mig langar til að gera stórt bæna- og neyðarákall — ekki aðeins fyrir dóttur minni heldur fyrir öllu öðru fólki sem er í neyð, ásamt öllu heilbrigðisstarfsfólki, heilbrigðiskerfinu eins og það leggur sig og ráðamönnum okkar ástkæra lands Íslands.
Þetta er fyrir löngu komið gott!
Það verður að bæta aðstöðuna, hlúa að starfsfólki, styrkja kerfið og gera störf innan heilbrigðiskerfisins aftur eftirsóknarverð – því eins og við vitum hefur margt af okkar besta fagfólki neyðst til að leita betri tækifæra erlendis.
Með vaxandi fólksfjölgun og sífellt meiri þörf fyrir heilbrigðisþjónustu verður einfaldlega að stíga fastari og skilvirkari skref.
Við getum ekki lengur látið hlutina reka á reiðanum og vona að allt lagist af sjálfu sér.
Við þurfum að forgangsraða fólkinu – lífinu – fram yfir kerfið.
Það þarf að hlúa betur að læknum, hjúkrunarfræðingum og öllu heilbrigðisstarfsfólki sem bera þunga byrði dag eftir dag, oft á kostnað eigin heilsu og fjölskyldulífs.
Það þarf að tryggja þeim mannsæmandi vinnuaðstæður, laun sem endurspegla ábyrgðina sem þau bera, og nægt mannafl til að sinna þeim sem eru í mestum þörfum.
Ég kalla á þjóðina alla að sameinast í kærleika, ábyrgð og bæn — fyrir kerfinu okkar, fyrir sjúklingunum og þeim sem sinna þeim.
Þetta er ekki bara mál einstakra fjölskyldna – þetta er mál okkar allra.“
Sjá nánar hér fyrir neðan: