fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 09:00

Guðjón Rúnar Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Rúnar Sveinsson segir að fólk hefur tapað alls konar upphæðum í netsvindlum en hæstu upphæðirnar séu í svokölluðum fyrirtækjasvindlum. Hann segir þær upphæðir hlaupa á hundruðum milljóna.

„Hæsta upphæðin sem við höfum bara á þessu ári er yfir 100 milljónir,“ segir Guðjón. Hann er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Guðjón ræddi um mismunandi tegundir netsvindla í þættinum og þá þegar herjað er á einstaklinga. Hægt er að lesa um það nánar hér.

Sjá einnig: Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Fyrirtækjasvindl eru þróaðri svindl og getur verið erfitt að koma auga á þau. Guðjón nefnir dæmi.

„Þeir eru farnir, í einhverjum tilvikum, að hakka sig inn á tölvupóst og inn í tölvupóstsamskipti milli fyrirtækja á Íslandi og fyrirtækja erlendis. Það getur verið með því að til dæmis komast inn hjá einum starfsmanni í fyrirtækinu. Og með því að fylgjast með samskiptum í smá tíma, læra hvernig fólk talar og skrifar. Svo á réttu augnabliki er hoppað inn í samskiptin og lokað á annan aðilann, oftast þegar von er á peningum.

Ef ég er að fara að versla vöru erlendis frá þá eru þeir búnir að loka á erlenda aðilann og þykjast vera hann, senda mér einhverjar upplýsingar um reikningsnúmerið og þess háttar.“

Guðjón segir að það sé mjög erfitt að átta sig á að svikahrappar séu búnir að taka yfir samskiptin þar sem allt líti eðlilega út, öll fyrri tölvupóstsamskipti enn á sínum stað og þetta lítur út fyrir að vera frá sama aðila.  „En síðan kemur í ljós að þegar maður stimplar inn reikningsnúmerið að það er kannski allt annað fyrirtæki eða, í sumum tilvikum sama fyrirtæki en í öðru landi eða eitthvað álíka.“

Guðjón ræðir nánar um netsvindl, hvað skal varast og dæmi um fyrirtækjasvindl þar sem fyrirtæki hafa tapað hundruðum milljóna í þættinum sem má hlusta á Spotify eða öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“