Hann lét allt flakka í hlaðvarpinu Teboðið undir stjórn Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur.
Binni sagðist vera mjög „picky“ þegar kemur að karlmönnum en að hann sé mikið fyrir íþróttamenn. Hann sagði að það væru margir handbolta- og fótboltastrákar á Grinder en flestir enn í skápnum og margir þeirra með kærustur eða eiginkonur.
„Mikið af gaurum í samböndum, það er galið,“ sagði hann og nefndi dæmi um skilaboð sem hann fékk um daginn: „Ég er mest straight en mig langar í eitthvað annað í kvöld.“
Sjáðu klippuna hér að neðan.
@tebodid @binniglee ♬ original sound – Teboðið 🎀🫖💓🍨
Binni hefur áður talað um upplifun sína á Grinder og karlmennina sem senda á hann skilaboð.
„Grinder er bara fullt af gaurum í skápnum sem eru giftir eða í sambandi, það eru eiginlega einu gaurarnir sem tala við mig,“ sagði Binni í Veislunni á FM957 fyrr á þessu ári.
Hann sagði mennina ekki nota fullt nafn á stefnumótaforritinu og ekki heldur andlitsmynd.
„Allt discreet,“ sagði hann.
Binni viðurkenndi að hann hefur hitt giftan mann, en hann vissi þá ekki að maðurinn væri í sambandi. Hann komst að því eftir á.
@gustib_1 obbb 😳 #veislan ♬ original sound – Gústi B