fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Giftir „gagnkynhneigðir“ menn flykkjast að Binna á Grinder

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 11:25

Binni Glee. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, segir frá raunum sínum á stefnumótaforritinu Grinder, sem er svipað og Tinder nema fyrir samkynhneigða karlmenn.

Hann lét allt flakka í hlaðvarpinu Teboðið undir stjórn Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur.

Binni sagðist vera mjög „picky“ þegar kemur að karlmönnum en að hann sé mikið fyrir íþróttamenn. Hann sagði að það væru margir handbolta- og fótboltastrákar á Grinder en flestir enn í skápnum og margir þeirra með kærustur eða eiginkonur.

„Mikið af gaurum í samböndum, það er galið,“ sagði hann og nefndi dæmi um skilaboð sem hann fékk um daginn: „Ég er mest straight en mig langar í eitthvað annað í kvöld.“

Sjáðu klippuna hér að neðan.

@tebodid @binniglee ♬ original sound – Teboðið 🎀🫖💓🍨

Binni hefur áður talað um upplifun sína á Grinder og karlmennina sem senda á hann skilaboð.

„Grinder er bara fullt af gaurum í skápnum sem eru giftir eða í sambandi, það eru eiginlega einu gaurarnir sem tala við mig,“ sagði Binni í Veislunni á FM957 fyrr á þessu ári.

Hann sagði mennina ekki nota fullt nafn á stefnumótaforritinu og ekki heldur andlitsmynd.

„Allt discreet,“ sagði hann.

Binni viðurkenndi að hann hefur hitt giftan mann, en hann vissi þá ekki að maðurinn væri í sambandi. Hann komst að því eftir á.

@gustib_1 obbb 😳 #veislan ♬ original sound – Gústi B

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim
Fókus
Í gær

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda