fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fókus

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum

Fókus
Miðvikudaginn 8. október 2025 11:02

Drama í Hollywood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin rúmlega vika síðan greint var frá skilnaði stjörnuhjónanna Nicole Kidman og Keith Urban. Greint var frá því að það hafi verið Urban sem vildi skilnaðinn og Kidman  vildi reyna að bjarga hjónabandinu. Hann flutti út af heimilinu í sumar og lagði hún fram skilnaðarpappíra í lok september.

Fljótlega fóru fjölmiðlar vestanhafs að greina frá því að kántrísöngvarinn væri nú þegar byrjaður að hitta nýja konu og þess vegna hafi hann viljað binda endi á nítján ára hjónabandið.

Sjá einnig: Sagður vera strax byrjaður að hitta yngri konu

Orðrómurinn er að nýja konan sé gítarleikarinn Maggie Baugh sem spilar með Urban.. Hún er talsvert yngri en hann, hún er 25 ára en Urban er 57 ára og Kidman er 58 ára.

Söng til Maggie

Það sem kom orðrómnum af stað var myndband frá nýlegum tónleikum Urban þar sem hann breytti texta á lagi sem hann samdi til Kidman. Upprunalegi textinn er:

„When they‘er tryna get to you, baby, I‘ll be the fighter“

En hann söng:

„When they‘er tryna get to you Maggie, I‘ll be your guitar player“

Maggie Baugh var á sviðinu með honum og deildi sjálf myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði með: „Var hann í alvöru að segja þetta?“

@maggiebaugh Did Keith just say that!?? #keithurban ♬ original sound – MaggieBaugh

Einnig hafa glöggir netverjar tekið eftir því að þetta er ekki eina skiptið sem virðist vera einhverjir neistar á milli þeirra á sviðinu.

Sjá einnig: Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu

Maggie Baugh performs on March 16, 2022, in Nashville.
Maggie Baugh. Mynd/Getty Images

Hvorugt þeirra hefur tjáð sig en faðir Baugh blandaði sér í málið.

Í viðtali við Daily Mail sagði faðir hennar, Chuck: „Ég veit ekkert um þetta, nema bara að hún spilar á gítar á tónleikunum hans.“

Hann sagði dóttur sína hafa hvorki staðfest orðróminn né neitað fyrir hann síðast þegar þau töluðu saman.

Mörgum þótti viðtalið athyglisvert, sérstaklega þar sem Chuck virðist ekki neita fyrir orðróminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg