fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fókus

Vissi hversu margar hitaeiningar voru á diskinum bara með því að horfa á hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. október 2025 09:00

Hekla Sif Magnúsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan Hekla Sif Magnúsdóttir, 25 ára, glímdi við átröskun í mörg ár. Hún vill segja sögu sína til að hjálpa öðrum og sýna að það sé hægt að ná bata. Hekla er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

„Þetta stjórnaði skapinu mínu. Þegar ég vaknaði á morgnana þá var ég orðin bara háð því að vigta mig. Steig á vigtina og ef ég var eitthvað kílói þyngri, sem að gerist, þá hafði það áhrif á hvernig mér leið þann daginn,“ segir Hekla og bætir við að það sé eðlilegt að það sé dagamunur á manni. „Það fer eftir hvar við erum í tíðarhringnum. Maður getur bætt á sig þremur kílóum og það er ekki fita, alls ekki,“ segir hún.

En á þessum tíma vissi Hekla það ekki. Hún vissi ekki hvernig tíðahringurinn hefur áhrif á líkamann og rifjar upp þegar hún hætti að fara á blæðingar þegar heilsan var sem verst.

„Ég missti tíðahringinn í rúmt ár þegar ég var í háskóla í Texas. Þá var ég í meira æfingaálagi,“ segir Hekla.

Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við því að hætta að fara á blæðingar segir Hekla að henni hafi þótt það frábært, hún vissi ekki hvað þetta þýddi, bara að hún væri laus við túrverkina. Hún var á þessum tíma 22 ára.

„Ég vissi ekki að átröskunin væri ástæðan fyrir því að ég væri ekki að fara á blæðingar. Ég var bara: „Vá, ég er ekki að fá blæðingar, geðveikt.“ Sem er náttúrulega mjög óhollt, maður á ekki að hugsa þannig, alls ekki“

Hekla Sif var mjög fær í frjálsum íþróttum en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

Þurfti bara að horfa á diskinn og hún vissi hitaeiningafjöldann

Hekla var með það mikla stjórn á mataræðinu að hún vissi nákvæmlega hvað var mikið af hitaeiningum í öllu því sem hún borðaði.

„Ég vissi allt, ég horfði á diskinn minn og vissi nákvæmlega hversu margar hitaeiningar væru þarna,“ segir hún.

Hekla hafði mikla stjórn á matarræðinu. Það voru strangar reglur um hvað mátti og mátti ekki borða, hversu mikið og öllu fylgt nákvæmlega eftir. Hún segir þessa miklu þörf að vera við stjórnvöllinn tengjast stjórnleysi á öðrum sviðum lífsins.

„Á tímabili, til dæmis úti í Texas, var ég í mjög slæmu sambandi og hafði í rauninni ekki stjórn á mínu lífi. Hann stjórnaði mér og ég mátti ekki gera hitt og þetta, klæðast þessu og hinu og… Þetta var bara alls ekki gott samband. En ég hafði stjórn á mataræðinu mínu,“ segir Hekla.

„Það gaf mér auka kraft að hafa stjórn á líkamanum mínum. Mér leið svo vel þegar ég hafði stjórn á mér útlitslega, því það var eitthvað annað sem tók yfir líf mitt. Ég var ein úti, ég datt í gildru og var í vondu sambandi. Foreldrar mínir voru ekki úti og ekki vinkonur mínar, ég var bara eini Íslendingurinn úti og tilheyrði ekki strax einhverri fjölskyldu.“

Sem betur fer tókst Heklu að koma sér úr því sambandi en það liðu nokkur ár þar til hún hóf bataferlið. Hún segir nánar frá þessu öllu saman í þættinum sem má hlusta á Spotify og ölum helstu hlaðvarpsveitum.

Hún ræðir einnig um átröskunina, tímann úti í Texas, bataferlið, að opna sig um allt á TikTok og mikið fleira. Hlustaðu á þáttinn hér.

Fylgdu Heklu á TikTok og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur maðurinn á bak við eitt þekktasta „meme“ Internetsins út í dag

Svona lítur maðurinn á bak við eitt þekktasta „meme“ Internetsins út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“