

„Mín upplifun er sú að karlar halda oftar framhjá en konur halda betur framhjá,“ segir hann í samtali við LadBible.
„Konur fara alla leið eða ekkert, á meðan karlmenn gera endalaust af heimskulegum hlutum.“
@lad Do men or women cheat more? Divorce lawyer weighs in… #lilyallen #marriage #lawyers ♬ original sound – LADbible TV 
„Karlmenn og konur nálgast framhjáhald allt öðruvísi að mínu mati, og bregðast líka allt öðruvísi við framhjáhaldi,“ segir hann.
„Þegar karlmaður kemst að því að konan hans hélt framhjá er fyrsta spurningin alltaf: „Svafstu hjá honum?“ En þegar kona kemst að því að maðurinn hennar hélt framhjá henni þá er fyrsta spurningin yfirleitt: „Elskar þú hana?“ Og það segir mikið… því spurningin er í raun og veru: „Skiptir þessi manneskja þig meira máli en ég“ en hjá körlunum: „Hefur þessi manneskja tekið eign mína.“
En eitt sem ég get sagt er að karla og konur halda bæði mikið framhjá, en það kemst miklu oftar upp um karlmenn. Konur eru betri í þessu, þá varðandi að fela það.“