fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Fókus
Föstudaginn 31. október 2025 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töffarinn og spennumyndaleikarinn Bruce Willis glímir við alvarlega heilabilun sem kallast á ensku frontotemporal dementia (FTD). Sjúkdómurinn hefur ágerst hratt og á aðeins þremur árum hefur Willis dregið sig alfarið úr sviðsljósinu og nýlega fluttist hann á hjúkrunarheimili. Eiginkona leikarans, Emma Heming Willis, berst nú fyrir vitundarvakningu um sjúkdóminn.

Willis var fyrst greindur með málstol árið 2022 en seinna varð ljóst að málstolið var einkenni alvarlegrar heilabilunar. Emma segir nú í samtali við NewNation að hún hafi tekið eftir einkennum málstols hjá manni sínum en ekki áttað sig á því hversu alvarleg þau voru.

„Ég held það hafi verið þegar ég tók eftir því að hann var aftur farinn að stama. Bruce stamaði mikið þegar hann var barn og eitthvað í gegnum fullorðinsárin, en náði góðum tökum á því. Svo tók ég eftir því að stamið var byrjað að koma aftur. Ekki í mínum villtustu draumum hefði mig órað fyrir því að þetta væri einkenni FTD.“

Emma segir að á svipuðum tíma hafi persónuleiki leikarans tekið breytingum. Hún hélt að þau væru að glíma við hjónabandserfiðleika. Þetta var ekki maðurinn sem hún giftist. Hún sá svo að þetta væri hreinlega ekki eðlilegt. Það var eitthvað alvarlegt að.

„Ég skildi loksins að þessir biluðu hjónabandserfiðleikar voru ekki vegna Bruce,“ sagði Emma í samtali við Oprah Winfrey í september. Skapofsaköst og breytingar í persónuleika voru merki um að eitthvað væri að í heila leikarans. Sjúkdómurinn var byrjaður að ræna eiginmanninum frá henni.

Emma gaf nýlega út bók um lífið með sjúkdómnum og reynslu sína af því að hugsa um mann sinn á meðan sjúkdómurinn versnaði. Hún segir þetta hafa verið dýrmæta reynslu sem hafi breytt henni til frambúðar.

Huffpost greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“