fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. október 2025 11:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadóttur sína, Nicolu Peltz Beckham.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarin ár hefur verið drama á milli Victoriu og eiginmanns hennar, David Beckham, og sonar þeirra, Brooklyn og eiginkonu hans, Nicolu.

Nicola og Brooklyn giftust árið 2022 og mætti segja að allt þetta drama hafi byrjað þá.

Sumarið 2022 voru háværar sögusagnir á kreiki um að kalt væri á milli Victoriu og Nicolu vegna þess að Nicola hafi neitað að klæðast brúðarkjól sem Victoria hannaði, en sagt er að Nicola hafi ætlað að gera það og síðan skipt um skoðun. Erlendir miðlar greindu frá því að þær „þola ekki hvor aðra og talast ekki við.“

Victoria var á dögunum gestur í útvarpsþætti Andy Cohen og var spurð hvort henni hafi komið vel saman við eiginkonur fótboltamanna þegar David var enn að spila.

„Já, ég er stelpu stelpa. Ég meina… þú þarft að vera algjör fáviti til að okkur komi ekki vel saman ef þú ert kona,“ sagði hún.

„Ég elska konur, það er hluti af ástæðunni fyrir því að ég geri það sem ég geri með tísku og fegurð. Ég vil valdefla konur.“

Athugasemd Victoriu vakti mikla athygli en margir velta fyrir sér hvort hún var að tala óbeint um tengdadóttur sína, en það er vitað að þeim kemur ekki vel saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“

Vín fyrir gæludýr komið á markað – „Gott gegn stressi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birtir fallega mynd: Lærði að elska líkamann eftir tvíburameðgöngu

Birtir fallega mynd: Lærði að elska líkamann eftir tvíburameðgöngu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina