fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist

Fókus
Föstudaginn 24. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur og fylgjendur bandarísku tónlistarkonunnar Britney Spears óttast að hún sé að missa stjórnina eftir að myndband af henni birtist á vef Mail Online í morgun.

Myndbandið var tekið á miðvikudagskvöld og sýnir Britney meðal annars á veitingastað með ónefndri konu. Þá sést hún aka bifreið sinni sem rásar á milli akreina og sést greinilega að hún var í engu ástandi til að sitja undir stýri.

Í frétt Mail Online kemur fram að Britney hafi borðað á veitingastaðnum Red O Taste of Mexico í Thousand Oaks á miðvikudagskvöld. Segja vitni að hún hafi virst óstöðug á fótum og meðal annars rekið sig í glös.

Hún yfirgaf svo staðinn og segir í fréttinni að þrátt fyrir að starfsfólk staðarins og aðrir hafi hvatt hana til að setjast ekki undir stýri hafi hún ekið á brott á BMW-bifreið sinni. Ók hún frá staðnum og heim til sín, eða um 8 kílómetra leið. Segir vitni að þegar heim var komið hafi Britney átt í stökustu vandræðum með að opna hliðið við glæsihús sitt.

Heimildir Mail Online herma að ævisaga fyrrverandi eiginmanns hennar, Kevins Federline, hafi farið mjög illa í hana.

Í bókinni lætur hann ýmislegt flakka um hjónaband þeirra sem stóð yfir á árunum 2004 til 2007 og rifjar meðal annars upp óhóflega notkun Britney á áfengi og lyfjum. Hún hafi til dæmis neytt kókaíns áður en hún ætlaði að gefa syni sínum brjóst.

„Bók Kevins er að ýta Britney út af sporinu. Hún er í niðursveiflu og þetta er að opna gömul sár,“ segir heimildarmaður miðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“