fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fókus

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Fókus
Mánudaginn 13. október 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Harry prins og Karl konungur hittust í september í fyrsta sinn í rúmt ár. Fundurinn átti að vera fyrsta skrefið í átt að sættum og þótti marka tímamót. Því var spáð að Harry væri jafnvel farinn að íhuga að flytjast aftur til Bretlands og láta börn sín ganga þar í skóla. En nú virðist sá draumur dauður. Harry hafi lofað föður sínum að ræða ekki fund þeirra opinberlega, en svo brotið loforðið nánast samstundis og auk þess hafi Harry enn og aftur haft samband við bresku ríkisstjórnina til að krefjast konunglegrar öryggisvörslu.

Daily Beast greinir frá því að sættir feðganna séu nú algjörlega úr myndinni. Harry hafi enn og aftur sent fjölskyldu sinni miðjufingurinn. Um helgina var greint frá því að Harry hafi sent bréf til heimavarnaráðherra Bretlands og farið fram á nýtt áhættumat í von um að fá loksins öryggisgæsluna sem hann var sviptur þegar hann sagði af sér konunglegum skyldum. Harry hefur barist fyrir gæslunni fyrir dómstólum en ítrekað lotið í lægra haldi.

Heimildarmenn sem munu standa konungnum nærri segja við fjölmiðla að þetta útspil Harry hafi ekki hjálpað sáttatilraunum hans. „Þetta flækir málin fyrir konunginum. Þetta er ekki til þess fallið að hjálpa. Við erum aftur á byrjunarreit.“

Karl konungur mun hafa óttast að sonur hans vildi aðeins bæta samskipti þeirra til að geta nýtt það í málaferlum sínum gegn bresku ríkisstjórninni. Það hafi verið erfitt fyrir konunginn að eiga í samskiptum við son sem væri í raun að stefna bresku krúnunni. Karl hafi svo rétt fram sáttahönd þegar málaferlunum var lokið. Nú liggi þó fyrir að Harry ætli ekki að láta kyrrt liggja og hefur ekki gefist upp á að reyna að fá konunglegu öryggisgæsluna.

Eins hafi Karl sett það skilyrði, fyrir fund feðganna í september, að Harry myndi ekki tjá sig um það opinberlega. Harry hafi brotið loforðið samstundis með því að veita The Guardian viðtal þar sem hann lét að því liggja að Karl væri veikari heldur en konunghöllin haldi fram. Eins hafi fólk úr herbúðum Harry greint fjölmiðlum frá því að fundur feðganna hafi verið tilfinningaþrungin stund þar sem var mikið um tár og faðmlög.

Konungshöllin varð bálreið. Einn starfsmaður lýsti því svo við fjölmiðla að Harry hafi greinilega ruglast á formlegu teboði og Versalasamningnum, friðasáttmálanum sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Hið rétta sé að fundurinn hafi verið formlegur og stífur. Konungurinn náði að troða syni sínum inn á milli funda, og það bara rétt svo.

„Hann var svo nálægt því að fá það sem hann segist vilja – gott samband við fjölskylduna sína. Síðan bara sprengir hann þetta allt upp aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur verið jákvætt fyrir heilsuna að frysta brauð

Getur verið jákvætt fyrir heilsuna að frysta brauð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Giftir „gagnkynhneigðir“ menn flykkjast að Binna á Grinder

Giftir „gagnkynhneigðir“ menn flykkjast að Binna á Grinder