fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fókus

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 11. október 2025 09:00

Viktoría Rós Jóhannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast við áhrifavaldinn Viktoríu Rós Jóhannsdóttur af TikTok-síðu undirfataverslunarinnar Sassy þar sem hún leikur litríkan karakter sem er ekkert sérstaklega duglegur í vinnunni. Sumir halda að svona sé hún í raun og veru en það er langt í frá.

Viktoría sér um markaðsmál Sassy, sem er með verslun á Dalvegi í Kópavogi og einnig á netinu. Hún er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV.

Sjá einnig: Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“

Viktoría er markaðsstjóri Sassy og sér um samfélagsmiðlana, samstörf, viðburði og fleira. Hún er mjög tíður gestur á TikTok-síðu Sassy þar sem hún bregður sér í hlutverk og við fengum hana til að lýsa persónunni.

„Sko, vá, egóisti, svakalegur egóisti. Hvatvís og frek. Ég myndi lýsa henni þannig, gerir allt sem hana langar að gera,“ segir Viktoría.

@sassy.isÞetta snýst allt um samvinnu krakkar♬ original sound – Sassy 👸

Þetta er samt langt í frá að vera persónuleiki Viktoríu, en margir halda annað. Hún hefur þurft að draga úr efninu sem hún deilir því fólk hefur verið að kvarta undan lata og lélega starfsmanninum hjá Sassy.

@sassy.isHvað finnst ykkur? Erum við sammála eða ósammála?♬ original sound – Sassy 👸

„Fólk tekur þessu mjög persónulega og bókstaflega,“ segir Viktoría, en það hefur til dæmis skapast umræða um Viktoríu í Mæðra Tips þar sem sumar konur voru að hafa áhyggjur af því að hún væri að hunsa viðskiptavini, en Viktoría vinnur ekki einu sinni í versluninni sjálfri heldur er hún í markaðsmálum á bak við tjöldin.

@sassy.isKrakkar, allt á TikTok er bara skemmtun.. Ég lofa ❤️♬ original sound – Lewky____

Viktoría minnir fólk á að trúa ekki öllu sem það sér á samfélagsmiðlum, bæði því góða og slæma.

„Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum… þetta er allt glans, fólk stjórnar því sem það sýnir þér og þú verður að passa að gleypa það ekki og byrja að bera þig saman við þetta fólk,“ segir hún.

Viktoría fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir einnig um áföll úr æsku, ofbeldissamband, sjálfsvinnu og fleira í þættinum sem má hlusta á í heild sinni hér.

Fylgdu Viktoríu á TikTok og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er tætandi og erfið reynsla fyrir börn að vera í sífellu sett í aðstæður sem þau valda ekki og brýtur niður von og trú þeirra á eigin getu“

„Það er tætandi og erfið reynsla fyrir börn að vera í sífellu sett í aðstæður sem þau valda ekki og brýtur niður von og trú þeirra á eigin getu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frumsýndi nýja hárgreiðslu með glænýju nafni

Frumsýndi nýja hárgreiðslu með glænýju nafni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

FKA konur áttu góðan dag með rektor HÍ

FKA konur áttu góðan dag með rektor HÍ