fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fókus

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. október 2025 17:30

Elli Egilsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki bara Herra Hnetusmjör sem hefur skreytt veggina heima hjá sér með verkum eftir Ella Egils. Tónlistarmaðurinn The Weeknd á líka tvö verk eftir Ella.

Gestur Einars Bárðar í fyrsta þætti af fjórðu seríu af Einmitt hlaðvarpi hans er enginn annar en myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox. Elli byrjaði feril sinn sem húðflúr listamaður, færði sig svo í músík og gerði það gott með Steed Lord, hljómsveit sem bræður hans og þáverandi mágkona, Svala Björgvins, voru með honum í. Saman þvældust þau um allan heim en gerðu hljómsveitina út frá Los Angeles. Málaralistin greip Ella, hann kynntist Maríu Birtu á flakki um heiminn en núna búa þau saman í Las Vegas og eru að vinna á fullu í sínum listgreinum. Hún er leikkona í fullu starfi og hann myndlistarmaður í fullu starfi. Þrátt fyrir að lifa og hrærast í sjálfhverfum heimi lista og frægðar þá gengur líf þeirra út á að búa til sína fjölskyldu með því að ættleiða og taka að sér fósturbörn sem eiga ekki í önnur hús að venda.

Giftust með þetta í huga

Talið berst að því að María og Elli giftu sig mjög snemma í sambandi þeirra.

„Það var bara þremur fjórum mánuðum eftir að við kynntumst. Okkur var sagt að það myndi styðja löngun okkar til að fóstra eða ættleiða börn,“ segir Elli.

„Við fórum á fósturforeldrafund í Las Vegas og kynntum okkur það hvað er að vera fósturforeldri. Þá förum við á stað sem heitir Child Haven, sem er bara skrifstofubygging og tengist við byggingu sem er eiginlega bara eins og Laugardalsvöllur að stæða. Þar eru bara hundruð barna í rúmum hlið við hlið,“ segir Elli. „Eftir þennan fund þá horfðum við María hvort á annað og ég sagði við manneskjuna: „Hvar skrifum við undir?“ og þarna var þetta bara ákveðið.

Hjónin María Birta og Elli Egilsson. Mynd/Aðsend

Voru í ástarsorg í tvo mánuði

En fóstrun barna getur tekur líka mikið á og eftir að fyrsta barnið hafði verið hjá þeim og var svo fært aftur til skyldmenna sinna fundu þau Elli og María fyrir mikilli sorg.

„Þetta venst ekki, að missa börnin. Nei, og þetta snýst ekkert um okkur, skilurðu. Við vorum svolítið eigingjörn þarna þegar við tvö fórum í þessa ástarsorg. En að sjálfsögðu er bara hjartað eins og það er. Það bara þarf að leyfa því að stækka og minnka og blæða af og til.“

The Weeknd hengdi Ella Egils á vegginn

Einar spyr meðal annars hvort það sé rétt að Kanye West eigi málverk eftir Ella.

„Hann á ekki verk eftir mig en Weekend á tvö verk,“ segir Elli. „Já, hann hefur verið góður vinur. Kanye skoðaði vinnustofuna mína, þessa fyrstu litlu vinnustofu mína, og Pharrell Williams líka, í London á sínum tíma. Þá var ég að leigja af kærustunni minni sem var fatahönnuður.“

Gengur um vopnaður í Las Vegas

Samtal þeirra Ella og Einars fer ansi víða í þessum þætti sem er tæpar 90 mínútur að lengd og talið berst að lífinu í hitanum í Las Vegas og hvernig borgin sé. Elli opnar sig með það að hann gangi um vopnaður.

„Ég geng með byssu og bara ég þarf þess. Það er bara, ég finn fyrir því.” Einar gengur á Ella og spyr hann af hverju honum líði þannig að hann þurfi að ganga með byssu.

„Vegna þess að allir aðrir eru með byssu. Ég finn það þannig. Það er hægt að hlæja að þessu, það er hægt að gera grín að þessu. En þetta er bara svona.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Það sem hefur hjálpað mér mest er að eiga góðan stuðning heima fyrir, góðan maka, góða fjölskyldu og vini“

„Það sem hefur hjálpað mér mest er að eiga góðan stuðning heima fyrir, góðan maka, góða fjölskyldu og vini“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir þessi fimm atriði vera algjörar lágmarkskröfur til ástarsambanda

Sérfræðingur segir þessi fimm atriði vera algjörar lágmarkskröfur til ástarsambanda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerðu sömu kviðæfingar og Sunneva Einars

Gerðu sömu kviðæfingar og Sunneva Einars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“