Í gær var greint frá því að stjörnuhjónin Nicole Kidman og Keith Urban væru að skilja eftir 19 ára hjónaband. Þau eiga tvær táningsdætur saman.
Samkvæmt heimildum E! News var skilnaðurinn einhliða ákvörðun Urban, en Kidman vildi reyna að bjarga hjónabandinu.
En Daily Mail greinir frá því að afbrýðissemi Urban hafi einnig stuðlað að endalokum hjónabandsins.
Sjá einnig: Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu
Nú greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að kántrísöngvarinn sé byrjaður að hitta aðra konu og hún sé í þokkabót yngri.
Urban er 57 ára og Kidman er 58 ára.
„Allt bendir til þess að hann sé með annarri konu. Við skulum bara segja að Kidman veit af því en er mjög hissa,“ sagði heimildarmaður TMZ.
„Það eru allir í Nashville að tala um þetta.“
En hjónin eiga heimili í Nashville og býr Kidman þar ásamt dætrum þeirra. Urban er sagður búa í öðru húsnæði í borginni.