fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Lily Allen er í rusli og sársaukinn það eina sem kemst að – Þvertekur fyrir rætið slúður

Fókus
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Lily Allen virðist hafa staðfest fréttir um að hún og eiginmaður hennar, leikarinn David Harbour, séu að skilja. Hún sagði í hlaðvarpinu sínu Miss me? að hún sé á slæmum stað andlega þessa dagana.

Hjónin kynntust í gegnum stefnumótaforritið Raya, þar sem ríka og fræga fólkið leitar að ástinni, árið 2020. Allen er sögð hafa skráð sig aftur á forritið nýlega til að kanna hvort eiginmaður hennar væri með virkan aðgang þar. Sá grunur reyndist á rökum reistur.

„Ég fell bara dýpra og dýpra,“ sagði Allen í hlaðvarpinu. Allen tók fram að hún hafi ekkert náð að einbeita sér yfir jólin. Sársaukinn sé það eina sem kemst að hjá henni. Hún tilkynnti í framhaldinu að hún ætli að taka sér hlé frá hlaðvarpinu á meðan hún vinnur sig í gegnum þetta. Hún þakkar þá börnunum sínum. Ethel og Marnie, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Sam Cooper fyrir stuðninginn. Allen segist undanfarið hafa glímt við ofsakvíðaköst og depurð.

Allen fullvissaði fylgjendur sína um að hún væri ekki hætt. Hún ætli þó að taka sér pásu í nokkrar vikur. Hún vildi þó fyrirbyggja leiðinlegt slúður og tók skýrt fram að hún sé ekki á leið í meðferð og enn edrú.

„Ég hef séð svo hræðilega galna hluti á netinu um að maðurinn minn hafi komið að mér í krakkbæli þar sem ég var umkringd karlmönnum. Ég veit ekki hver er að dreifa þessu ógeðfellda slúðri en það er ekkert hæft í því. Þetta snýst allt um símana. Þeir eru ekki að gera okkur neitt gott. Þeir eru í það minnsta ekki að gera mér neitt gott þessa dagana. Ég virkilega þoli ekki símann minn. Ég er sek um þetta eins og aðrir en það sem ég er spennt fyrir núna er að staðurinn sem ég er fara að dvelja á næstu vikurnar bannar síma.“

Heimildarmenn DailyMail segja að Allen sé í rusli yfir hjónabandserfiðleikunum. Frá því að hún kynntist manni sínum hafi hún ekki svo mikið sem horft á aðra karlmenn.

„Hún er niðurbrotin. Hann hætti með Lily fyrir mánuði. Hann átti að vera á ferðalagi með henni til Kenía yfir jólin.“

Erlendir miðlar greindu frá því fyrir mánuði að hjónin væru skilin að borði og sæng en hingað til hafa þau ekki tjáð sig um fréttirnar. Allen hefur ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu en vinkona hennar staðfesti við fjölmiðla að þau hafi formlega slitið samvistum.

Harbour hefur áður opnað sig um tilhneigingu sína til að eiga í skammvinnum ástarsamböndum. Í viðtali árið 2017 lýsti hann því svo að hann ætti auðvelt með að verða ástfanginn en gangi illa að vera í langtímasamböndum.

„Ég er betri hvað varðar hugmyndina um samband frekar en að vera í slíku frá degi til dags,“ sagði Harbour og bætti við að hann væri að reyna að tileinka sér hugmyndir um ástina sem eiga meira heima í raunveruleikanum.

„Það sem mér finnst mest spennandi eru skarpar, greindar konur með mikið innsæi. Fólk sem er djúpt þenkjandi, sem sjá lífið sérkennilegum augum, er rosalega aðlaðandi. Svo ef ég get fundið eina slíka konu sem getur umborði mig þá kannski er ég kominn með eitthvað haldbært.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu