fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Dó í ellefu mínútur og lýsir upplifuninni – Segist vita hvað bíður að handan

Fókus
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 10:27

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkraflutningamaðurinn Adam Tapp segist vita hvað gerist eftir að við deyjum. Hann „dó“ í ellefu mínútur þar til endurlífgunartilraunir gengu upp.

Tapp lenti í slysi árið 2018 og fékk rafstraum. Á meðan læknar reyndu að koma hjarta hans aftur af stað fór Tapp í andlegt ferðalag, að hans sögn.

„Mér leið eins og ég væri að detta, í mjög langan tíma. Síðan var eins og ég hefði vaknað eftir blund og væri á einhverjum stað sem ég hef alltaf verið á,“ sagði hann í YouTube-myndbandi á rásinni Beyond the Veil.

Hann lýsti staðnum og sagði að þetta hafi verið „fullkomið svartamyrkur“ eins og að vera í geimnum.

„Það var eins og ég væri ekki lengur Adam, ég var ekki dáinn, ég var ekkert, ég var bara fullkominn, bara allt var nóg og ég var bara í þessu rými,“ segir hann.

Tapp man eftir því að hafa aftur orðið fyrir rafstraumi sem hann heldur að hafi verið þegar hjartastuðtækið kom hjartanu hans aftur af stað.

Lífið eins og við þekkjum það bara stig í þróuninni

Hann var í dái í átta tíma og þegar hann vaknaði hafði hann ekki hugmynd um hversu lengi hann hafði verið „út úr því.“

Eftir að hann vaknaði byrjaði hann að efast um raunveruleikann, honum leið eins og lífið væri ekki „alvöru“ en hann komst yfir það.

„Ég var með yfirþyrmandi tilfinningu að lífið sé bara eitt stig, bara hluti af þróuninni,“ segir Tapp og bætir við að í dag kunni hann betur að njóta lífsins.

„Ég nýt augnabliksins frekar en að finna merkingu í öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein