fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Dó í ellefu mínútur og lýsir upplifuninni – Segist vita hvað bíður að handan

Fókus
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 10:27

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkraflutningamaðurinn Adam Tapp segist vita hvað gerist eftir að við deyjum. Hann „dó“ í ellefu mínútur þar til endurlífgunartilraunir gengu upp.

Tapp lenti í slysi árið 2018 og fékk rafstraum. Á meðan læknar reyndu að koma hjarta hans aftur af stað fór Tapp í andlegt ferðalag, að hans sögn.

„Mér leið eins og ég væri að detta, í mjög langan tíma. Síðan var eins og ég hefði vaknað eftir blund og væri á einhverjum stað sem ég hef alltaf verið á,“ sagði hann í YouTube-myndbandi á rásinni Beyond the Veil.

Hann lýsti staðnum og sagði að þetta hafi verið „fullkomið svartamyrkur“ eins og að vera í geimnum.

„Það var eins og ég væri ekki lengur Adam, ég var ekki dáinn, ég var ekkert, ég var bara fullkominn, bara allt var nóg og ég var bara í þessu rými,“ segir hann.

Tapp man eftir því að hafa aftur orðið fyrir rafstraumi sem hann heldur að hafi verið þegar hjartastuðtækið kom hjartanu hans aftur af stað.

Lífið eins og við þekkjum það bara stig í þróuninni

Hann var í dái í átta tíma og þegar hann vaknaði hafði hann ekki hugmynd um hversu lengi hann hafði verið „út úr því.“

Eftir að hann vaknaði byrjaði hann að efast um raunveruleikann, honum leið eins og lífið væri ekki „alvöru“ en hann komst yfir það.

„Ég var með yfirþyrmandi tilfinningu að lífið sé bara eitt stig, bara hluti af þróuninni,“ segir Tapp og bætir við að í dag kunni hann betur að njóta lífsins.

„Ég nýt augnabliksins frekar en að finna merkingu í öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar