fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Stjarnan skilin við eiginmanninn og opnar OnlyFans-síðu

Fókus
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 10:15

Arina Rodionova. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arina Rodionova, áströlsk tennisstjarna, er skilin við eiginmann sinn til níu ára, Ty Vickery, og ætlar nú að reyna fyrir sér á OnlyFans.

Rodionova er 35 ára, fædd í Rússlandi en hefur verið búsett í Ástralíu um langa hríð þar sem hún er ríkisborgari.

Arina og Ty tilkynntu skilnaðinn í sameiningu í myndbandi á Instagram þar sem Arina sá um að tala en Ty hélt á banana. „Þetta er í góðu, við erum vinir og óskum hvort öðru góðs gengis í framtíðinni,“ sagði hún.

Orðrómur um yfirvofandi skilnað fór af stað þann 12. janúar síðastliðinn þegar Arina tilkynnti að hún hefði stofnað OnlyFans-síðu.

„Góðar fréttir fyrir þá sem voru að spyrja. Það er búið að staðfesta OnlyFans-reikninginn minn. Gerum þetta,“ sagði hún.

Arina er í dag í 135. sæti á heimslistanum í tennis en hæst komst hún í febrúar síðastliðnum þegar hún sat í 97. sæti. Arina hefur þénað ágætlega á ferli sínum en samanlagt verðlaunafé hennar nemur tæpum 2,4 milljónum dollara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin