fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar

Fókus
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. nóvember árið 2017 fór hin 24 ára Sydney Loofe á stefnumót með konu að nafni Audrey en hún hafði komist í samband við hana á stefnumótaforritinu Tinder. Mánuði síðar fannst lík Loofe í plastpokum á akri í Omaha í Nebraska. Líkið hafði verið skorið í litla hluta.

Loofe tók mynd áður en hún fór á stefnumótið, en þetta er síðasta myndin af henni á lífi. Hún birti hana í Story á Snapchat og skrifaði með: „Tilbúin fyrir stefnumótið mitt,“ og bætti við tjákni með hjartaaugu.

Hún hafði ekki hugmynd um martröðina sem beið hennar. Audrey var ekki til, heldur hafði par þóst vera Audrey til að lokka Loofe á stefnumót.

Það voru þau Bailey Boswell, 27 ára, og Aubrey Trail, 55 ára, sem myrtu Loofe í sameiningu. Þau voru búin að undirbúa verknaðinn og höfðu keypt sagir, ruslapoka og klór.

Boswell var dæmd í ævilangt fangelsi og Trail var dæmdur til dauða.

Bailey Boswell og Aubrey Trail. Mynd:Lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands