fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fókus

Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar

Fókus
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. nóvember árið 2017 fór hin 24 ára Sydney Loofe á stefnumót með konu að nafni Audrey en hún hafði komist í samband við hana á stefnumótaforritinu Tinder. Mánuði síðar fannst lík Loofe í plastpokum á akri í Omaha í Nebraska. Líkið hafði verið skorið í litla hluta.

Loofe tók mynd áður en hún fór á stefnumótið, en þetta er síðasta myndin af henni á lífi. Hún birti hana í Story á Snapchat og skrifaði með: „Tilbúin fyrir stefnumótið mitt,“ og bætti við tjákni með hjartaaugu.

Hún hafði ekki hugmynd um martröðina sem beið hennar. Audrey var ekki til, heldur hafði par þóst vera Audrey til að lokka Loofe á stefnumót.

Það voru þau Bailey Boswell, 27 ára, og Aubrey Trail, 55 ára, sem myrtu Loofe í sameiningu. Þau voru búin að undirbúa verknaðinn og höfðu keypt sagir, ruslapoka og klór.

Boswell var dæmd í ævilangt fangelsi og Trail var dæmdur til dauða.

Bailey Boswell og Aubrey Trail. Mynd:Lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“