CrossFit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius, eiga von á sínu þriðja barni í febrúar.
Annie Mist greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gærkvöldi.
„Þessir dagar fela í sér minni svefn, minni frítíma og minna næði EN Meiri ÁST, HLÁTUR og LÍF – 12. febrúar 2026,” skrifaði hún við fjölskyldumynd.
Fyrir eiga þau dóttur sem er fædd 2020 og son sem er fæddur 2024.
View this post on Instagram