fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Fókus
Sunnudaginn 27. júlí 2025 13:30

Vilhjálmur og Harry þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins óttast fullkomna útskúfun frá Bretlandi og konungsfjölskyldunni þegar bróðir hans, Vilhjálmur Bretaprins, tekur við sem konungur. Þetta hefur breska götublaðið The Sun eftir  konunglegum sérfræðingum. Harry þráir að ná sáttum við föður sinn, Karl konung, en samband þeirra hefur verið stirt síðan hann og eiginkona hans, Meghan Markle, sneru baki við konungsfjölskyldunni árið 2020 og fluttu vestur um haf.

Nýlega funduðu aðstoðarmenn Harrys og Karls í London, sem ýtti undir sögusagnir um mögulegar sættir milli feðganna. Athygli vakti hins vegar að enginn fulltrúi Vilhjálms sat fundinn.

Tom Bower, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, segir að Harry sé  „örvæntingarfullur“ um að ná sáttum við föður sinn, en að allt bendi til að Vilhjálmur sé mun langræknari og hafi engan áhuga á að fyrirgefa bróður sínum. Er það sér í lagi vegna ummæla Harrys um Katrínu prinsessu, eiginkonu Vilhjálms, í ævisögu hans, Spare.

Sagði Harry í bókinni að Katrín hefði bæði verið kuldaleg og ógestrisin við Meghan þegar hún var að stíga sín fyrstu skref innan konungsfjölskyldunnar.

Harry hefur fengið öryggisgæslu sína vestanhafs greidda af bresku krúnunni. Er hann sagður óttast það mjög að Vilhjálmur prins muni slaufa því fyrirkomulagi þegar hann verður orðinn konungur.

Er prinsinn því sagður leggja allt kapp á að laga sambandið við föður sinn sem fyrst í þeirri von um að það geti brúað bilið milli hans og stóra bróður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið