Halla birti mynd frá golfvellinum Brautarholt sem staðsettur er á Kjalarnesi á Instagram í gær.
Það vakti athygli þegar rástímaskráningar voru skoðaðar voru hún og Eiður Smári skráð saman á teig klukkan 20:20 í gærkvöldi.
Forgjöf Höllu er 54 sem bendir til þess að hún sé byrjandi en Eiður Smári er öllu reyndari og er með 35 í forgjöf.
Golfvöllurinn í Brautarholti er einn fallegasti völlur landsins og hefur verið vinsæll á meðal erlendra ferðamanna sem vilja upplifa náttúrufegurð Íslands.
Eiður og Halla hafa verið að slá sér upp um skeið, Vísir greindi frá sambandi þeirra í mars, en parið hefur kosið að halda sambandinu frá sviðsljósinu og ekki birt myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlum. Eiður á fjögur börn úr fyrra sambandi og Halla á þrjú börn.
Sjá einnig: Verðbréfamiðlarinn og leikkonan Halla Vilhjálms segir börn ekki fyrirstöðu á framabraut – þvert á móti