fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fókus

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“

Fókus
Þriðjudaginn 13. maí 2025 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk móðir leitar ráða en vinkona hennar hefur hótað að loka á sjö ára son hennar ef hann fær að horfa á Eurovision. Fyrra undanúrslitakvöldið er í kvöld og mun dúóið Væb stíga fyrstir á svið fyrir hönd Íslands.

Konan óskaði eftir ráðum í Facebook-hópnum Mæðra Tips:

„7 ára sonur minn elskar júróvísion og er ægilega spenntur að horfa á keppnina.

Ein okkar besta og nánasta vinkona er búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á júróvísion vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Hann sé að fremja glæp og hún ætli ekki að eiga samskipti við hann aftur.

Er mér ein að finnast þetta galin hegðun og framkoma við 7 ára barn? Vantar smá backup með þetta.

Ég hef haldið honum frá umræðum um stríð og pólitíska hlið á júró, sem er kannski rangt af mér, en að hóta því að hætta samskiptum við 7 ára barn því það ætlar að horfa á Væb finnst mér svo brútal.“

„Bara bless“

Svörin létu ekki á sér standa og voru langflestar, ef ekki allar, athugasemdirnar á þá leið að vinkonan væri að vera ósanngjörn. Sumar mæður sögðu konunni að slíta sjálf á samskipti við umrædda vinkonu.

„What!! Ég myndi aldrei tala við þessa vinkonu aftur ef hún myndi hóta 7 ára barninu mínu,“ sagði ein.

„Galið! Ef besta vinkona mín myndi gera þetta við mitt barn, þá myndi ég loka á öll samskipti við hana, bara bless. Hún á bara að hugsa um sig, ekki koma svona yfir á barnið,“ sagði önnur.

„Þetta er ekki vinkona ykkar,“ sagði ein einfaldlega.

Sniðganga en myndu aldrei gera þetta

Nokkrar mæður sögðust sjálfar vera á móti þátttöku Ísraels og velja að sniðganga keppnina, þeim myndi þó aldrei detta í hug að setja þessa skilmála á vináttu við sjö ára barn.

„Skil vel ef fólk vill sniðganga og virði það. En fáránlegt að hóta svona við 7 ára barn, alveg út í hött. Börnin elska þetta og vita lítið um Ísrael og stríðið,“ sagði ein.

„Ég hef sjálf sniðgengið allt tengt þessari keppni einmitt út af þátttöku þessara tilteknu þjóðar, enn mundi aldrei ráðskast með hvað aðrir gera og hvað þá börn. Þetta finnst mér full langt gengið hjá þessar blessuðu konu,“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona lítur maðurinn á bak við eitt þekktasta „meme“ Internetsins út í dag

Svona lítur maðurinn á bak við eitt þekktasta „meme“ Internetsins út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hætti á Ozempic því hún var alltaf með í maganum – Þetta gerir hún í staðinn í dag

Hætti á Ozempic því hún var alltaf með í maganum – Þetta gerir hún í staðinn í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórstjarnan þurfti að gæta sín á móður sinni sem lak öllu um hann í blöðin

Stjórstjarnan þurfti að gæta sín á móður sinni sem lak öllu um hann í blöðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar segir þetta vera bölvaðan ósið í fjármálum – „Þú ert einfaldlega að tapa pening“

Arnar segir þetta vera bölvaðan ósið í fjármálum – „Þú ert einfaldlega að tapa pening“