fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Fókus
Mánudaginn 12. maí 2025 17:59

Bubbi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt stærsta nafnið í íslenskri tónlist udanfarna áratugi hefur verið Bubbi Morthens. Bubbi lýsti því yfir á Facebook fyrr í dag að hann teldi þá miklu áherslu sem lögð á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í tónlistarlífinu, með RÚV í broddi fylkingar, æði sérstaka og væri íslenskri tónlist ekki til sérstaklega mikilla heilla.

Bubbi skrifar:

„Eurovision með RÚV í fararbroddi er vægt sagt spes umfangið áróðurinn þetta er að verða einum of þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða þegar upp er staðið ég skil hins vegar að þegar uppeldið hefur átt sér stað í árafjöld sé þjóðina komin á þá skoðun að þetta sé eithvað stórfenglegt.“

Bubbi segir að keppnin sé svona mikill miðpunktur sé einna helst bundið við Ísland:

„Að Ríkið skuli dræfa svona yfirgengilega á þessu er með ólíkindum að því sögðu eru svona leikar hvergi eins vinsælir eins og á Íslandi, en þetta er bara skoðun. Íslensk tónlist á betra skilið finnst mér. Ég er ekki tala um innlenda keppendur eða leggja sem slíkt dóm á lögin heldur umfangið og áróðurinn. Það væri hægt að gera svo margt fyrir íslenska tónlist miklu fremur en þennan áróður fyrir júró,“ segir Bubbi að lokum og biðlar með tjákni til RÚV að draga úr hinni miklu áherslu á keppnina sem löngum hefur ráðið ríkjum þar á bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu