Þau hafa verið saman síðan og eiga saman soninn Lúkas sem var tveggja ára í byrjun árs.
Hann segir frá ástarævintýrinu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
„Við kynntumst á stefnumótaforriti, Tinder. Ég fór með hana á stefnumót, ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið,“ segir hann og hlær.
„Ég hafði aldrei farið á Viking Kebab í Engihjalla og ég ætlaði að fá mér það en svo var lokað, það var sunnudagur eða eitthvað. Svo fengum við okkur franskar í einhverjum sjálfsala þarna. Alveg hræðilegt stefnumót,“ segir hann hlæjandi.
En stefnumótið hélt áfram. „Ég átti eitthvað lambakjöt og kartöflur heima þannig ég eldaði mjög góðan mat fyrir hana og þá hitti ég í mark.“
Svavar ræddi einnig í þættinum um hárígræðslu sem hann fór í Tyrklandi fyrir rúmlega þremur vikum. Hann hefur verið duglegur að sýna frá ferlinu á Instagram.
Sjá einnig: Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“