fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Fókus
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýársdagur 2023 rennur bandaríska leikaranum Jeremy Renner aldrei úr minni en þann dag lenti hann í skelfilegu slysi þegar hann varð fyrir snjómoksturstæki skammt frá heimili sínu í Tahoe-ríki í Nevada í Bandaríkjunum.

Jeremy Renner er mörgum að góðu kunnur úr bandarískum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, en hann hefur í tvígang verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Um það leyti sem slysið varð lék hann einnig í þáttunum Mayor of Kingstown sem fengu góða dóma.

Leikarinn hefur nú skrifað um slysið í nýrri bók sem ber heitið My Next Breath. Í bókinni lýsir hann slysinu og eftirmálum þess í smáatriðum en leikarinn var um tíma í mikilli lífshættu og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í tæpar þrjár vikur.

Sjá einnig: Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

„Ég veit að ég dó eiginlega. Þegar bráðatæknar mættu á staðinn sáu þeir að hjartslátturinn var kominn niður í 18 slög á mínútu. Það þýðir að maður er nánast dáinn,“ segir hann meðal annars.

Slysið varð þegar Renner var að reyna að bjarga 27 ára frænda sínum frá því að verða undir þessu sama snjómoksturstæki. Ekki vildi betur til en svo að Renner sjálfur kramdist undir en tækið sem um ræðir vegur sex og hálft tonn. Hann missti mikið blóð og braut alls 38 bein í líkama sínum.

„Ég heyrði beinin brotna; höfuðkúpuna, kjálkann, kinnbeinin, augnatóftirnar, sköflunginn, lærlegginn og mjaðmabeinið,“ segir hann en þar að auki braut hann fjórtán rifbein. „Á meðan ég lá þarna í snjónum hafði ég ekki hugmynd um að ég væri svona illa slasaður. Hann vissi þó að slysið væri slæmt þegar hann fann fyrir vinstra auganu „poppa út úr augnatóftinni“ eins og hann orðar það.

„Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu,“ rifjar hann upp í bókinni.

Renner hafði verið að njóta jólahátíðarinnar með fjölskyldu sinni þegar slysið varð, en vegna þess hversu hátt svæðið liggur getur þar oft snjóað mikið á veturna. Það tók líka viðbragðsaðila dágóða stund að komast á staðinn og á meðan Renner beið eftir aðstoð var hann nálægt því að ofkælast.

Svo fór þó ekki og var Renner fluttur með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerðir. Fyrstu dagana eftir slysið segist Renner ekki hafa vitað hvort hann myndi ná bita. Segist hann hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til fjölskyldu sinnar að hann vildi frekar deyja en vera spítalamatur það sem eftir er.

Renner náði í raun undraverðum bata með aðstoð góðra lækna og eftir slysið tók löng og ströng endurhæfing við. Hann hefur nú snúið aftur til starfa sem leikari, þar á meðal í þættina Mayor of Kingstown. Þá hefur hann lokið við tökur á kvikmyndinni Wake Up Dead Man sem er þriðja myndin í Knvies Out-seríunni svokölluðu, en í myndinni leikur hann á móti Daniel Craig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“