fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 08:33

Þórhildur Magnúsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífs- og sambandsmarkþjálfinn Þórhildur Magnúsdóttir segir að þó sambandsslit tákni endalok þá geti þau líka markað upphaf. Ef hún og kærasti hennar hefðu ekki hætt saman þá veit hún ekki hversu lengi hún hefði beðið með að halda fyrstu Fullvalda retreat ferðina. Nú er hún lögð af stað í þriðju ferðina með kröftugum konum.

Þórhildur heldur úti Instagram-síðunni Sundur og saman og hefur um árabil verið opin með þá staðreynd að hún og eiginmaður hennar eru í opnu sambandi. Hún segir frá sambandsslitum með kærasta sem hún gekk í gegnum fyrir nokkrum árum og hvernig það breytti stefnu hennar.

Sjá einnig: „Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

Hún opnar sig um þetta í einlægum pistli á Instagram.

„Ég var svo ástfangin, hann kom í líf mitt eins og stjörnuhrap. Bjartur, hraður, ógleymanlegur,“ segir hún og bætir við að hann hafi sýnt henni hluta af sér sjálfri sem hún hafði ekki áður kynnst.

„Það er stærsta gjöfin sem manneskja getur gefið þér […] Það er fegurðin við að eiga mörg sambönd.“

Þórhildur segir að ást þeirra hafi verið ástríðufull, óreiðukennd og falleg. „En ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu. Þannig ég flúði og fór í jóga retreat, í von um að kjarna mig á ný.“

Sjá einnig: Þórhildur:„Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“

Þar var ekki aftur snúið og fann Þórhildur eitthvað sérstakt. „En þegar við vorum saman þá var ég alltaf að bíða. Ég var svo spennt fyrir „okkar“ draumum. Við vorum með svo ótrúlegar hugmyndir og plön saman (og ég hafði ekki enn áttað mig á eigin krafti.) Það var ekki fyrr en því sambandi lauk að ég sagði loksins já við eigin sýn.“

Í kjölfarið hélt Þórhildur fyrsta Fullvalda retreat viðburðinn og er nú stödd á Spáni þar sem hún mun taka á móti hópi kvenna í þriðja skipti.

„Þessi ástarsorg kveikti bál í mér til að láta hlutina gerast,“ segir hún.

Fylgstu með henni á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný