fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi

Fókus
Fimmtudaginn 19. júní 2025 13:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn bendir til þess að kuldaböð geti aukið matarlyst hjá fólki svo um munar og þeim mun kaldara sem vatnið er þeim mun meiri verður matarlystin.

New York Post greinir frá þessu og vísar í rannsókn sem gerð var við háskólann í Coventry á Englandi.

Kuldaböð, eða ísböð, hafa lengi verið talin draga úr verkjum og jafnvel brenna fitu en í einhverjum tilfellum gætu þau leitt til þyngdaraukningar samkvæmt rannsókninni.

Í rannsókninni fóru sjálfboðaliðahópar í 30 mínútna böð við mismunandi hitastig: 35°C, 26°C og 16°C áður en þeim var boðið að borða eins mikið af pasta og þeir vildu.

Því kaldara sem vatnið var, þeim mun meira varð hungrið og þeir sem voru í kaldasta vatninu borðu yfir 200 hitaeiningum meira en þeir sem voru í mildasta vatninu. Og hvað gerist ef maður borðar fleiri hitaeiningar en maður þarf? Líkaminn geymir orkuna sem umframfitu.

Marie Grigg, doktorsefni við Coventry-háskóla og aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að það sé enn á huldu hvers vegna kuldaböð auka matarlystina en ýmsar tilgátur séu til.

Natalaya Alexeyenko, einkaþjálfari í New York, segir til dæmis að í köldu vatni dragist æðarnar saman, hjartsláttur eykst og efnaskiptin í líkamanum fara á fullt til að halda líkamanum heitum. Þetta geti sent þau merki til hungurstöðva í heilanum að líkaminn þurfi orku strax, jafnvel þó viðkomandi sé ekki beinlínis svangur.

Ráðleggur hún fólki sem stundar kuldaböð að næra sig með skynsamlegum hætti eftir slík böð, til dæmis með flóknum kolvetnum, grænmeti og próteini. Þá geti verið ráð að drekka eitthvað heitt til að slá á löngun í mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað