fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Leit af syninum í örfáar mínútur en það var nóg

Fókus
Miðvikudaginn 18. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á sorglegu slysi sem varð þriggja syni áhrifavaldsins Emilie Kiser að bana hefur leitt í ljós að faðir drengsins leit af honum í örfáar mínútur á meðan hann var að sinna yngri bróður hans sem er tveggja mánaða.

Hinn þriggja ára gamli Trigg fannst meðvitundarlaus í sundlaug við heimilið þann 12. maí síðastliðinn og lést hann á sjúkrahúsi sex dögum síðar.

Sjá einnig: Áhrifavaldur missti þriggja ára son sinn í hörmulegu slysi

Emilie nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem um fjórar milljónir manna fylgja henni.

The Arizona Republic greinir frá því að Emilie hafi ekki verið heima þegar slysið varð og var unnusti hennar og barnsfaðir, Brady, einn með sonum sínum.

Sá eldri var að leik úti í garði og sagðist Brady hafa þurft að sinna yngri drengnum innandyra. Ekki hafi liðið nema 3-5 mínútur sem hann leit af Trigg en í millitíðinni hafi hann dottið ofan í sundlaugina þar sem hann gat sér enga björg veitt.

Lögregla hefur óskað eftir heimild til að fara yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum á heimilinu sem ættu að geta staðfest frásögn Brady.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Í gær

Þórdís Elva hefur fundið ástina

Þórdís Elva hefur fundið ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa