fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Hefur rannsakað ástarsambönd í 25 ár: Þetta er lykillinn að langlífu hjónabandi

Fókus
Mánudaginn 23. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arthur Brooks, félagsvísindamaður við Harvard og sérfræðingur í ást og hamingju, segir að ástríða sé ekki lykillinn að langlífu hjónabandi, heldur vinátta.

Hann hefur rannsakað ástarsambönd í 25 ár og deildi helstu niðurstöðum sínum í hlaðvarpinu The Drive með lækninum Peter Attia.

Hann sagði að hjón þurfa fyrst og fremst að vera góðir vinir, því vináttan er það sem heldur hjónabandinu gangandi eftir að ástríðan dvínar, sem er eðlilegt að gerist með tímanum að sögn Arthur.

Arthur segir að það sé einnig mikilvægt að eiga vini utan hjónabandsins, sérstaklega fólk sem er ekki í sambandi.

„Ef þú átt ekki maka þá þarftu alvöru vini, fólk sem þekkir þig, veit leyndarmálin þín og svarar símanum klukkan tvö um nótt,“ segir hann.

„Það er ein af ástæðunum fyrir því að karlar standa sig oft illa eftir að þeir missa eiginkonu sína eða skilja, þeir eiga enga nána vini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað