fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Hefur þig alltaf langað að búa í bíósal? – Nú er tækifærið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. mars 2025 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsileg íbúð við Laugaveg er komin á sölu, en eignin á sér skemmtilega sögu því þar var áður salur 2 í Stjörnubíó.

Íbúðin er 2-3 herbergja 145,9 fm á tveimur hæðum við Laugaveg 96 í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1967. Birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands er 145,9m2 þar af milliloft 39,6m2. Hluti íbúðarinnar er undir súð og er því gólflöturinn stærri. 

Neðri hæðin skiptist í forstofu, snyrtingu, geymslu, eldhús, stofu og svalir.  

Efri hæðin skiptist í tvö herbergi, fataherbergi (hægt að nota sem herbergi), baðherbergi og opið rými (innisvalir). 

Eldhúsið er með vandaðri sérsmíðaðri innréttingu og Miele tækjum, granít borðplötu og innfelld lýsing er í lofti.  Mikil lofthæð upp í rúma 5,2 metra. 

Útgengt er af miðpalli út um tvöfalda hurð út á 20 fm skjólgóðar suðursvalir meðfram allri íbúðinni, með möguleika á að stækka svalir enn frekar.   Á gólfum neðri hæðar, stiga, palli og gluggakistum er marmari og íslenskt blágrýti. Borðplata á snyrtingu er úr íslensku blágrýti.

Efri hæðin er í norðurhluta íbúðarinnar og er gengið upp á rúmgóðar innisvalir með sérsmíðuðu smíðajárnshandriði og sérsmíðuðum, innbyggðum bókahillum með rúmgóðum skúffum. Búið er að útbúa herbergi á innisvölum með opnanlegum glugga inni í alrými. Baðherbergi er með sérsmíðaðar innréttingar, marmara á veggjum, granít á gólfi og borðplötu og sérsmíðaðan granít sturtuklefi.  

Hljóðdempun og hljóðeinangrun eru mjög góð í íbúðinni þar sem hún var áður bíósalur.  

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur