fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Nýtt hlutverk Svala

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 18:30

Sigvaldi Kaldalóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­valdi Kaldalóns, Svali, útvarpsmaður með meiru er kominn með nýjan starfstitil.

Í færslu á Instagram um helgina segir Svali frá því að hann er orðinn fast­eigna­sali hjá Novus Habitat á Spáni.

„Ég er í stuði, eruð þið í stuði? Ég ætla að setja allt á rauðan. Ég á náttúrlega ekki neitt sko,“ segir Svali staddur fyrir framan spilavíti.

„Þið gætuð verið að hugsa hvað er ég að gera hér? Jú ég er að kynna mig til leiks sem leikmaður Novus Habitat fasteignasölu. En Spánn er ekki bara fasteignir, þetta er líka lífsstíll,“ segir Svali, en í myndbandinu má sjá hann í golfi, spila Padel, og fá sér bjór.

„Djöfull væri ég til í að vera heima bara og fara í golfhermi. Djók!“

Sýnir Svali myndskeið frá Altea, Benidorm, Alicante, Torrevieja, Calpe og Tenerife. „Spánn bíður – ert þú klár?“ skrif­ar hann við mynd­skeiðið

„Ef þig langar til að eignast fasteign í sólinni leyfðu þá Novus Habitat að hjálpa þér. Við hjálpum þér að taka skrefið og klára svo dæmið alla leið.

Hvað segirðu? Nei ég er fimmtugur, af hverju ætti ég að fara á eitthvað froðudiskó?“ segir Svali í símann og segist bara slakur í sólinni á Benidorm.

Svali flutti ásamt konu og börnum til Tenerife í byrjun árs 2018 og hefur rekið þar ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna