fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Húðskammar stjörnurnar sem nota hamfaraeldana í Los Angeles til að vekja á sér athygli

Fókus
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne segir galið að sumar stórstjörnur séu að notfæra sér hamfaraeldana sem nú loga í Los Angeles til að vekja á sér athygli. Hún biður þessa aðila um að sleppa því að bjóða fram aðstoð ef það eina sem vakir fyrir þeim er að auglýsa sig.

„Er það bara efahyggjumanneskjan ég eða er mjög dapurt að sjá alla þessa frægu einstaklinga sem eru að notfæra sér sársauka og þjáningu annarra til að taka myndir og segja: Sjáið, ég er að hjálpa. Ég er að gera hitt og ég er að þetta?“

Framangreint sagði Osbourne í myndbandi á TikTok sem hún hefur nú eytt, en er engu að síður í mikilli dreifingu á miðlinum.

„Ég trúi því ekki að þið séuð að hjálpa bara til að fá athygli út á það. Fólk ætti að hjálpa bara því það vill það.“

Osbourne tók fram að hún botni hreinlega ekkert í því hvernig sumar stórstjörnur séu að bregðast við eldunum. Það sé siðferðislega rangt að stökkva á tækifærið þegar svona hamfarir ganga yfir til að vekja á sér athygli. Enginn hafi beðið þessar stjörnur um hjálp. Þær ættu því heldur að halda sig bara heima.

Margir töldu að Osbourne hafi þarna vísað til hertogahjónanna, Harry Bretaprins og Meghan Markle. Margar myndir hafa verið teknar af þeim í Los Angeles þar sem Meghan meðal annars gaf fatnað til félagsheimilis fyrir ungar stúlkur sem og snyrtivörur. Hjónin fóru eins í fjöldahjálparstöð þar sem þau föðmuðu fólk sem hafði misst heimili sín.

Osbourne er ekki ein um að finnast svona hátterni ósmekklegt. Leikkonan Justine Bateman hefur líka gagnrýnt hertogahjónin með beinum hætti. Hún skrifaði á X:

„Meghan Markle og Harry eru engu betri en lögmenn sem elta sjúkrabíla til að afla sér viðskiptavina.“

Bateman gekk enn lengra og kallaði hertogahjónin hamfaratúrista.

Talsmaður Meghan hefur brugðist við orðum Batemen og segir hertogaynjuna sármóðgaða.

„Meghan er fædd og uppalin í Los Angeles svo þetta er og hefur alltaf verið heimili hennar. Hún er niðurbrotin út af öllum þeim sem hafa látist í eldunum og öllum heimilunum sem brunnu til grunna í eldunum.“

Fleiri stjörnur hafa boðið fram aðstoð. Til dæmis leikkonurnar Jennifer Garner og Jessica Alba. Enn fleiri stjörnur hafa veitt styrki til neyðarsjóðs og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur gefið fatnað úr aðhaldslínu sinni Skims og Jennifer Lopez hefur gefið notuð föt af sjálfri sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir