fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Miley Cyrus kærð og krafin um bætur – Sökuð um að stela þekktu lagi Bruno Mars

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. september 2024 21:30

Mars stendur ekki sjálfur að lögsókninni. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Miley Cyrus hefur verið kærð fyrir höfundarréttarbrot fyrir lagið Flowers sem kom út í fyrra. Það er fyrir að hafa stolið bútum úr lagi Bruno Mars frá árinu 2013.

TMZ greinir frá þessu.

Flowers, lag sem Miley Cyrus gaf út í fyrra, fór rakleitt á toppinn á vinsældalistum vestra. Auk þess vann hún Grammy verðlaun fyrir lagið, í flokknum besta popp-frammistaðan en lagið var einnig tilnefnd sem besta lag ársins.

Nú hefur hins vegar skugga verið varpað á velgengnina því að Cyrus hefur verið kærð fyrir lagastuld. Cyrus er einn af þremur skráðum lagahöfundum lagsins Flowers.

Lagið er sagt líkjast grunsamlega mikið laginu When I Was Your Man, sem Bruno Mars flutti og samdi í samstarfi við þrjá aðra lagahöfunda. Mars á hins vegar ekki réttinn að laginu heldur fjárfestingarfyrirtæki sem kallast Tempo Music Investments. En Mars seldi réttinn að laginu og mörgum öðrum árið 2020.

Að sögn fjárfestingarfyrirtækisins þá er laglínan í báðum lögum mjög svipuð, bæði í erindinu og viðlaginu. Einnig hljómaframvinda lagsins og meira að segja textinn. Lagið Flowers gæti ekki hafa orðið til nema vegna When I Was Your Man.

Krafist er skaðabóta en ekki tiltekin nein upphæð í því samhengi. Einnig að Cyrus og útgáfufyrirtæki hennar sé meinað að dreifa laginu Flowers eða að flytja á tónleikum.

Í meðfylgjandi myndböndum má heyra lögin tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru
Fókus
Í gær

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?