fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Raunveruleikastjarna afhjúpar blekkingarleik athyglissjúkrar Jennifer Lopez – „Hvers vegna þarf hún að skara eld að sinni eigin köku“

Fókus
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jennifer Lopez er illa haldin athyglissýki, að mati raunveruleikastjörnunnar Whitney Port. Port, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum The Hills, varð vitni að því í sumar er Jennifer Lopez sviðsetti paparassa myndatöku.

Paparassa ljósmyndarar svokallaðir, en Fókus hefur ekki fundið viðeigandi orð í íslensku til að lýsa þessu starfi svo lesendur eru beðnir velvirðingar á hrákasmíðinni paparassi (e. paparazzi), sitja fyrir þeim ríku og frægu til að ná af þeim myndum og oftast er þetta í óþökk stjarnanna sem kæra sig síður um óumbeðnar myndatökur.

Port greinir frá því í hlaðvarpi sínu, With Whit, að hún og eiginmaður hennar hafi verið stödd í frístundabyggð elítunnar, Hamptons, í sumar þegar þau rákust á Lopez við fræga ísbúð.

„Candy Kitchen [ísbúðin] í Birdeghampton er svo sérstök að ég er nokkuð viss að Jennifer Lopez mætti þangað á hjóli um daginn til að fá sér ískúlu og til að láta taka af sér myndir,“ sagði Port.

Eiginmaður hennar, Tim Rosenman, bætti þó við að þetta væri ekki alfarið rétt enda hefði söngkonan ekki einu sinni farið inn í búðina heldur bara mætt þar fyrir utan, lét taka myndir af sér, og  hjólaði svo sína leið. Hann segir þessa hegðun vægast sagt furðulega og segir að Jennifer Lopez sé háð athygli.

Port tók undir þetta mat. „Það er hennar stíll. Hún poppar upp út um allt. Hún er alltaf vel til höfð og þokkafull í fallegu umhverfi því þetta er hennar vörumerki.“

Rosenman bætti við: „Hún er nú þegar eins fræg og maður getur orðið, hvers vegna þarf hún að skara eld að sinni eigin köku fyrir aðdáendur sína? Það virðist frekar óþarft. Hvers vegna þarf hún að halda þessari vél sinni gangandi? Kannski bara fílar hún þessa viðbótar fjandans athygli.“

Hjónin sögðu að fyrir sitt þá myndu þau láta sig hverfa ef þau hefðu aflað sér jafnmikilla peninga og söngkonan. Engin ástæða til að halda áfram að sækjast í frægðina ef það er ekkert á henni að græða lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni