fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Aðdáendur reiðir eftir að Netflix fjarlægði umdeildan þátt í vinsælli seríu

Fókus
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áskrifendur Netflix gátu margir tekið ánægju sína í byrjun mánaðarins þegar hinir vinsælu þættir Mad Men voru gerðir aðgengilegir á streymisveitunni.

Þættirnir sem um ræðir voru sýndir á árunum 2007 til 2015 og eru af mörgum taldir í hópi bestu leiknu sjónvarpsþátta sem framleiddir hafa verið.

Þættirnir gerast á sjöunda áratug síðustu aldar og segja frá skrautlegum karakterum í auglýsingasölubransanum í New York. Tíðarandinn þá var aðeins annar en hann er í dag og ýmislegt viðgekkst í þá daga sem myndi ugglaust ekki viðgangast í dag.

Þetta virðist hafa skilað sér í einhvers konar ritskoðun því einn þáttur seríunnar er ekki aðgengilegur á streymisveitunni, en það er þriðji þátturinn í þriðju þáttaröðinni.

My Old Kentucky Home heitir þátturinn og var hann fyrst sýndur árið 2009. Í þættinum birtist ein af aðalsögupersónunum, Roger Sterling sem leikinn er af John Slattery, með svarta málningu í andlitinu, svokallað „blackface“ – það er andlitsgervi hvítrar manneskju sem málar sig svarta eða brúna í framan. Oftar en ekki er litið á gervið sem móðgun við svart fólk. Þá syngur Roger níðsöngva sem beinast að þrælum.

Atriðið umdeilda í Mad Men.

Þetta hefur vakið talsverða gagnrýni hjá fólki á samfélagsmiðlum eins og fjallað er um á vef ástralska vefmiðilsins News.com.au.

„Einmitt, fjarlægjum bara heilan þátt – lykilþátt í þáttaröðinni. Rasismi fékk að viðgangast og að láta eins og það hafi aldrei gerst er ekki bara heimskulegt heldur líka hættulegt,“ sagði til dæmis einn reiður netverji.

Fleiri tóku í svipaðan streng.

„Þetta er fáránlegt því Roger var málaður upp sem hálfgerður fábjáni í þættinum fyrir að gera þetta. En það er víst ekki hægt að treysta fólki fyrir að hugsa heila hugsun,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Þráir að verða Íslendingur

Þráir að verða Íslendingur
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðahjónin Rún og Trausti fá stundum hnút í magann – „Við áttum okkur á því að þetta verkefni er risastórt“

Ferðahjónin Rún og Trausti fá stundum hnút í magann – „Við áttum okkur á því að þetta verkefni er risastórt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“