fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Sér eftir því að hafa opnað hjónabandið og vill loka því aftur

Fókus
Mánudaginn 5. ágúst 2024 10:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður vill loka aftur hjónabandinu en hann og eiginkona hans ákváðu að opna það fyrir nokkrum mánuðum. Á meðan konan virðist vera að njóta sín í botn er karlmaðurinn ein taugahrúga og vill fara til baka. Hann óttast hins vegar að það sé ekki möguleiki.

Maðurinn, sem er 34 ára, greindi frá þessu á Reddit spjallborðinu Confessions.

Hann sagði að hann og eiginkona hans, 35 ára, ákváðu að opna hjónabandið til að prófa sig áfram með öðru fólki. Hann viðurkennir að í fyrstu hafi þetta hljómað eins og góð hugmynd og að hann hafi ekki búist við því að verða svona afbrýðisamur. Hann hélt að þetta myndi vera smá krydd í tilveruna og sambandið, sem það hefur því miður ekki verið.

Of afbrýðisamur

Maðurinn segir að eiginkona hans hefur verið dugleg að fara á stefnumót og fór nýlega í helgarferð með öðrum karlmanni.

„Eiginkona mín hefur verið frekar lauslát, hún hefur hitt nokkra karlmenn og fer reglulega á stefnumót. Ég reyndi að setja mörk til að byrja með, eins og ég bað hana um að vera hreinskilin við mig um hvern hún hittir og að bjóða engum heim til okkar. En þrátt fyrir að hafa sett þessi mörk þá þoli ég ekki tilhugsunina um hana með einhverjum öðrum,“ segir hann.

„Ég fæ illt í magann í hvert skipti sem hún fer á stefnumót og svo kemur hún heim, svo spennt og ánægð, og það eyðileggur mig í hvert skipti.“

Maðurinn segir að hann hefur reynt að láta þetta ganga en að hann sé einfaldlega of afbrýðisamur.

Ónýtur alla helgina

Síðasti naglinn í kistuna var helgarferð hennar með öðrum karlmanni. „Hún var svo spennt, ég sá á henni hvað hún hlakkaði mikið til,“ segir hann.

„Ég var ónýtur alla helgina. Ég gat ekki einbeitt mér og var sífellt að ímynda mér það versta. Hún ljómaði öll þegar hún kom til baka og talaði um hvað hún skemmti sér vel. Mér leið eins og hún hafi stungið mig í hjartað með hníf.“

Maðurinn vill loka hjónabandinu en er hræddur um að það sé of seint.

Hann bað netverja á Reddit um ráð og voru flestir á því máli að það væri rétt hjá honum, það væri að öllum líkindum ekki hægt að fara til baka í hefðbundið hjónaband.

„Hjónabandið er búið. Fólk ætti að kynna sér þetta betur áður en það opnar samband,“ segir einn.

„Þú þarft að tala við hana og vera alveg hreinskilinn. Rífðu plásturinn af og segðu henni sannleikann. Síðan kemur bara í ljós hvort hún vilji vera áfram með þér eða ekki. Hvort var þetta þín eða hennar hugmynd að opna sambandið?“ sagði annar og bætti við:

„Ef þetta var hennar þá var hún örugglega þegar komin með einhvern í huga og þess vegna stakk hún upp á þessu. Þú gafst henni í raun blessun þína að halda framhjá þér. En ef þú stakkst upp á þessu þá er þetta þér að kenna og svona er lífið. Sama hvort ykkar vildi þetta til að byrja með þá þarftu að tala við hana og vera tilbúinn að þetta fari ekki eins og þú vonast eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust