fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Íslenska óperan selur sögu sína

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 18:00

Frá uppsetningu Íslensku óperunnar, árið 2016, á Don Giovanni eftir Mozart. Skjáskot:Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska óperan hefur tilkynnt að geymslur hennar verði tæmdar og einstakir munir úr sýningum hennar seldir á tilboðsmarkaði í Hörpu á Mennningarnótt.

Í tilkynningu á Facebook-síðu óperunnar segir að þannig verði hægt að varðveita sögu hennar og góðar minningar sem margir eigi frá sýningum Íslensku óperunnar.

Sérstaklega er auglýst eftir áhugasömum kaupendum að stærri leikmunum sem óperan vonar að geti fengið framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Meðal annars eru nefndir til sögunnar vagn, bátur og blóm úr uppfærslu, árið 2023, á Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini. Einnig eru boðnir til sölu á Facebook-síðu óperunnar stærri leikmunir úr öðrum sýningum. Þarna er um að ræða greniskóg úr Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck, sófa úr Évgeny Onegin eftir Pyotr Tchaikovsky og stílhreinan stól og bekk úr Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Sjá má myndir af mununum á Facebook-síðu óperunnar.

Þau sem kunna að vera áhugasöm um að kaupa þessa stærri leikmuni eru beðin um að senda skilaboð í gegnum Facebook-síðu Íslensku óperunnar eða tölvupóst á opera@opera.is

Þessi tilboðsmarkaður er afleiðing þess að Íslenska óperan, sem stofnuð var 1980, hætti starfsemi í febrúar á þessu ári en hún hafði frá 1979 sett upp fjölda ópera bæði sígildar og nýjar.

Að brúa bilið og engin ópera

Starfseminni var hætt eftir að frumvarp var lagt fram af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um stofnun Þjóðaróperu sem taka á alfarið við hlutverki Íslensku óperunnar, sem er sjálfseignarstofnun.

Stjórnendur Íslensku óperunnar mótmælti því harðlega hvernig staðið var að þessum breytingum og sögðu um menningarslys að ræða. Vildu þeir meina að til hafi staðið að byggja Þjóðaróperuna upp á grunni Íslensku óperunnar en ekki leggja síðarnefndu stofnunina niður á einu bretti áður en sú fyrrnefnda hefði tekið til starfa. Sögðu þeir að slík ráðstöfun myndi valda því að algjört rof yrði í óperuflutningi á Íslandi og að menningarverðmætin sem fælust í arfleið og reynslu Íslensku óperunnar myndu glatast. Einnig sögðu þeir, áður en frumvarpið um Þjóðaróperu var lagt fram, að stjórnvöld hefðu þegar tilkynnt að framlögum til Íslensku óperunnar, yrði alfarið hætt.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið andmælti hins vegar þessum fyllyrðingum og sagði meðal annars að óperunni hefði alls ekki verið tilkynnt að framlögum til hennar yrði hætt. Vísaði ráðuneytið til framlags til Íslensku óperunnar á árinu 2024 sem yrði eyrnamerkt uppsetningu á nýrri óperu, Agnes eftir Daníel Bjarnason. Þar sem verkið verður hins vegar ekki tilbúið í tæka tíð verður ekkert af uppsetningunni af hálfu Íslensku óperunnar.

Frumvarpið um Þjóðaróperu náði hins vegar ekki fram að ganga á síðasta þingi að sögn vegna skorts á fjármagni og því er um þessar mundir engin menningarstofnun starfandi á Íslandi sem sér sérstaklega um óperuflutning.

Lilja Dögg segir hins vegar að frumvarpið verði aftur lagt fram þegar þing kemur saman í haust. Hún fullyrðir að Þjóðaróperan muni taka til starfa 1. janúar 2025 og að starfsemin sé að fullu fjármögnuð. Starfsemin muni hefjast í áföngum og fjármagn til hennar verði sömuleiðis aukið í áföngum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?