fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fókus

7 óleystar ráðgátur sem valda enn heilabrotum

Fókus
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir heillast af ráðgátum. Þar er gjarnan um nokkuð einfaldar spurningar að ræða sem þarf að finna svarið við, þó svo að svarið sjálft geti verið flókið. Hvað gerðist? Hvers vegna? Hvar er hún? Hver gerði þetta?

Oft er spurningunum ekki auðsvarað og fyrstu kenningar reynast gjarnan rangar. Sumum spurningum tekst hreinlega ekki að svara og eftir situr ráðgátan – óráðin, ókláruð og óuppgerð.

Nýlega ræddu notendur á Reddit um ráðgátur sem sé hreint galið að ekki hafi enn tekist að leysa. Þar voru nefndar til sögunnar nokkur áhugaverð mál sem ekki allir muna eftir.

1.  Hvað varð um Sodder börnin ?

Árið 1945 brann heimili Sodder fjölskyldunnar í Virginíu til kaldra kola. Þar bjuggi hjónin George og Jennie Sodder með níu af tíu börnum sínum. Hjónin og fjögur barnanna komust óhult frá eldinum. En líkamsleifar hinna fimm barnanna fundust aldrei. Sodder fjölskyldan hélt alltaf í vonina að börnin hefðu komist lífs af, en ekkert spurðist þó aftur til þeirra. Margt þykir dularfullt við málið. Til dæmis komust yfirvöld að því að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsleiðslum. Hins vegar hafði George nýlega lagt nýtt rafmagn í húsið og fengið þar til bæran aðila til að votta framkvæmdina. Hjónunum grunaði að um íkveikju væri að ræna og jafnvel að börnunum hefði verið rænt af mafíunni. George hafi opinberlega gagnrýnt fasísk yfirvöld á Ítalíu. Um tuttugu árum síðar barst fjölskyldunni mynd sem þau telja sýna eitt barnið sem fullorðinn einstakling.

2. Læknirinn sem fórst kannski í hryðjuverkaárás

Þann 10. september árið 2021 fór læknirinn Sneha Philip út að versla nærri íbúð sinni í Manhattan að kvöldi til. Hún skilaði sér aldrei heim aftur. Flestir vita hvað átti sér stað morguninn eftir þegar tvíburaturnarnir féllu í hryðjuverkunum 11. september. Fjölskylda hennar barðist fyrir því árum saman að málið yrði tekið til skoðunar og loks ákváðu yfirvöld að bæta Philip á lista yfir þá sem fórust í árásunum, ekki af því að nokkuð benti til þess að hún hafi verið stödd við tvíburaturnanna, heldur vegna þess að ekkert benti til þess að hún hafi ekki verið þar. Sú kenning sem er vinsælust er að Philip hafi hlaupið að turnunum eftir að þeir féllu til að veita læknishjálp og látið lífið við björgunarstörf.

Hún hafði þó líka verið að glíma við erfiðleika bæði í vinnu og einkalífi og því telja margir að hún hafi hreinlega stungið af frá öllu og öllum eða að hún hafi verið myrt.

3. Hrúga af sönnunargögnum en enginn sakborningur

Setagaya fjölskyldan var myrt á heimili sínu í Japan í desember árið 2000. Morðinginn var öruggur með sig og skildi eftir sig bæði fingraför og erfðaefni. Hann hafði tekið sér sinn tíma og varði miklum tíma á heimilinu eftir morðin þar sem hann fékk sér ís, drakk te, fór í tölvuna, lagði sig, gerði að sárum sínum, kúkaði og sturtaði ekki niður.

Á vettvang fann lögregla því fatnað sem morðinginn hafði klæðst, blóð úr honum, neglur, hár og svona mætti áfram telja. Það sem meira var þá hafði hann klæðst bol sem var einstakur og hafði aðeins verið seldur í takmörkuðu upplagi. Allt í allt höfðu aðeins 130 bolir verið seldir. Þrátt fyrir allt þetta er ekki búið að finna morðingjann og lögregla hefur ekki hugmynd um hvers vegna fjölskyldan var myrt.

4. Morð í mynd

Elizabeth Barraza var myrt fyrir utan heimili sitt í Texas árið 2019. Hún stóð í innkeyrslunni við heimili sitt þegar svörtum pallbíl var lagt hinum megin við götuna. Úr bílnum steig maður sem gekk ákveðið að Barrazza, bauð góðan daginn, tók upp byssu og skaut hana til bana. Því næst stakk morðinginn af. Allt þetta náðist á öryggismyndavél. Pallbíllinn sást skýrt á upptökunni en erfiðara var að greina útlit morðingjans. Lögregla telur að um konu hafi verið að ræða eða karlmann með hárkollu. Til þessa er ekki vitað hver gerði þetta eða hvers vegna.

5. Ó sjitt

Hinn 19 ára gamli Brandon  Swanson var á leiðinni heim af djamminu í Minnesota í maí árið 2008. Hann fór bóndaleiðina heim frekar en að keyra á þjóðveginum. Hann festi bílinn og hringdi í foreldra sína sem hann bað um að sækja sig. Hann vissi þó ekki nákvæmlega hvar hann var. Brandon sagðist ætla að labba áleiðis svo auðveldara væri að finna hann. Svo allt í einu sagði hann: ó sjitt, og símtalið slitnaði. Lögreglan fann síðar bíl Brandon en ungi maðurinn var horfinn. Málið er enn óupplýst í dag.

6. Blaðakonan sem vissi of mikið

Blaðakonan Dorothy Kilgallen ætlaði sér stóra hluti. Hún hafði þegar gert það gott sem blaðakona, útvarpskona og þáttastjórnandi en nú ætlaði hún að tækla rannsóknarblaðamennsku. Hún ætlaði að afhjúpa sannleikann á bak við morðið á forsetanum John F. Kennedy. Henni þótti sú skýring yfirvalda, að Lee Harvey Oswald væri einn sekur í málinu, galin og ætlaði að komast að sannleikanum. Hún varði 18 mánuðum í að ræða við heimildarmenn og lagðist í djúpa rannsóknarvinnu. Hún náði meira að segja að tali af manninum sem drap Oswald.

Áður en henni tókst að birta fréttina fannst Kilgallen látin. Hún hafði tekið of stóran skammt af sefandi lyfjum og áfengi. Eða hvað? Það var í nóvember 1965 sem Kilgallen fannst látin. Hún fannst sitjandi í rúmi, í engu nema baðslopp, enn með fölsku augnhárin á sér og blómaskraut í hárinu. Þetta var ekki rúmið sem hún vanalega svaf í. Margt annað er dularfullt í málinu. Hvers vegna var hún ekki í sínu venjulega rúmi? Hvers vegna var hún í fötum sem hún klæddist ekki vanalega? Hvers vegna var bók á náttborðinu sem hún var löngu búin að lesa. Margir telja því að Kilgallen hafi verið myrt til að stoppa rannsókn hennar.

7. Var það „vonda“ stjúpmamman?

Kyron Horman var 7 ára gamall þegar hann hvarf úr skóla sínum í Portland í júní árið 2010. Stjúpmóðir hans skutlaði honum upp í skóla þar sem hann var að mæta á vísindadaga. Hún var með honum á sýningu um morguninn. Þegar stjúpan fór heim var Kyron að rölta niður ganginn í skólanum til að mæta í tíma. Hann skilaði sér þó aldrei í kennslustofuna.

Umfangsmikil leit skilaði engu en grunur beindist fljótlega að stjúpmömmunni, Terri. Vitni sögðu við lögreglu að Terri hefði reynt að fá garðyrkjumanninn sinn til að myrða eiginmann sinn nokkrum mánuðum áður en Kyron hvarf. Ekki hjálpaði það Terri að hún féll á tveimur lygaprófum. Engin sönnunargögn fundust þó í málinu svo lögregla gat ekki handtekið hana. Tveimur árum síðar stefndi móðir Kyron, Desiree Young, Terri í einkamáli fyrir að bera ábyrgð á hvarfi drengsins. Young freistaði þess að sanna að Terri hefði rænt Kyron og krafðist hún hundruð milljóna í skaðabætur. Hún féll þó frá málinu ári síðar til að það kæmi ekki niður á rannsókn lögreglu.

Árið 2016 steig Terri fram í viðtali hjá Dr. Phil þar sem hún reyndi að hreinsa nafn sitt.

Málið er enn opið hjá lögreglunni í Portland.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg