fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“

Fókus
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 15:30

George Clooney lætur ekki vaða yfir sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney vandar leikstjóranum margreynda David ORussell ekki kveðjurnar.

Clooney og vinur hans, Brad Pitt, voru í viðtali við GQ-tímaritið í vikunni í tilefni af frumsýningu nýjustu myndar þeirra, Wolfs, sem kemur út í september næstkomandi.

Í viðtalinu rifjaði Clooney upp samstarf hans og Russells í myndinni Three Kings sem frumsýnd var árið 1999. Clooney fór með eitt af aðalhlutverkunum ásamt Ice Cube, Mark Wahlberg og Spike Jonze á meðan Russell var í leikstjórastólnum.

Segir Clooney að tíminn á meðan á tökum stóð hafi verið ein hans versta lífsreynsla og hefur hann þó marga fjöruna sopið.

Clooney segir að Russell hafi misst stjórn á skapi sínu oftar en einu sinni og látið leikara og starfsfólk, unga sem aldna, heyra það ef honum mislíkaði eitthvað. Þá beitti hann aukaleikara einnig líkamlegu ofbeldi í eitt sinn og þá segist Clooney hafa gripið inn í.

„Ég var að reyna að láta hlutina ganga upp og gekk til hans og sagði við hann: „David, þetta er stór dagur. En þú getur ekki hrint eða niðurlægt fólk sem getur ekki varið sig.“

Clooney segir að Russell hafi brugðist ókvæða við og sagt honum að einbeita sér að sínum „ömurlega“ leik. Russell hafi svo manað hann til að slá sig. „Hann greip svo um hálsinn á mér og ég trompaðist. Waldo, félagi minn þurfti að grípa í mig og toga mig í burtu. Ég var kominn með tak á hálsinum á honum og ég ætlaði að drepa hann, drepa hann. Að lokum baðst David afsökunar en ég gekk í burtu.“

Andrúmsloftið á setti myndarinnar var þungt eftir þetta en hópnum tókst að ljúka tökum og var myndin frumsýnd í október 1999 við ágætar undirtektir. David hefur að vísu neitað því að hafa tekið um hálsinn á Clooney í umrætt sinn en það gerði hann í viðtali við The Hollywood Reporter árið 2004. „Ég réðst aldrei á hann. Ef ég myndi rekast á hann í dag myndi ég segja honum að halda kjafti og hætta að ljúga.“

David er nokkuð virtur leikstjóri og hefur á ferilskránni myndir eins og The FighterSilver Linings Playbood og The Hustle svo nokkrar séu nefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans